Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:31 Sóley Kristjánsdóttir er með vinsælustu plötusnúðum landsins. Hún hefur nú farið af stað með skemmtilegt verkefni fyrir Kraft, stuðningsfélag fyir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðsend mynd Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Verkefninu er ætlað að lyfta fólki upp í þessum heimsfaraldri. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. „Mér datt þetta bara í hug því margir eru alltaf að hlusta á það sama og maður hefur stundum lítið hugmyndaflug. Ég ákvað að tala við nokkra góða plötusnúða um að deila tónlist með félagsmönnum okkar og öðrum því það er til svo mikið af góðri tónlist en stundum veit fólk bara ekki af henni. Tónlist er svo mögnuð. Hún getur algjörlega bjargað deginum, hún lyftir andanum og getur breytt rigningu í sól sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ segir Sóley. Nú þegar eru komnir fjórir lagalistar á Kraftur_cancer Spotify rásina þeirra. Ásamt DJ Sóley hafa sett Dóra Júlía og MamaGunz deilt lagalistum sínum með Krafti. Listunum mun fjölga og verða þeir allir með mismunandi þemu og tónlist, allt eftir stíl plötusnúðsins. Kraftur Hóf plötusnúðaferilinn á X977 „Ég hafði bara samband við nokkra plötusnúða fyrst um sinn. Ég vissi að Mama Gunz ætti magnaðan suðrænan lista með kúbverskri og suðrænni tónlist. Dóra Júlía er náttúrulega algjör stuðpinni og hún er með tvo lista Groove og Diskó stuð,“ segir Sóley. Gullfoss og geysir hafa einnig sett inn lista sem og Dj Yamaho. Svo er væntanlegur listi frá DJ Margeiri. Sóley hefur gert rólegan lista sem hún kallar Kósý heima ásamt jólalagalista og listanum Púðursykur. Kraftur „Ég lét fyrsta listann heita Púðursykur því ég var með hip-hop og RB tónlistarþátt á X-inu árið 1997 og byrjaði í raun þá ferilinn minn sem plötusnúður svo mér fannst snilld að kalla hann því nafni.“ Listana má finna á Spotify rásinni Kraftur cancer. Fokk ég er með krabbamein Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Verkefninu er ætlað að lyfta fólki upp í þessum heimsfaraldri. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti. „Mér datt þetta bara í hug því margir eru alltaf að hlusta á það sama og maður hefur stundum lítið hugmyndaflug. Ég ákvað að tala við nokkra góða plötusnúða um að deila tónlist með félagsmönnum okkar og öðrum því það er til svo mikið af góðri tónlist en stundum veit fólk bara ekki af henni. Tónlist er svo mögnuð. Hún getur algjörlega bjargað deginum, hún lyftir andanum og getur breytt rigningu í sól sem við þurfum svo sannarlega á að halda,“ segir Sóley. Nú þegar eru komnir fjórir lagalistar á Kraftur_cancer Spotify rásina þeirra. Ásamt DJ Sóley hafa sett Dóra Júlía og MamaGunz deilt lagalistum sínum með Krafti. Listunum mun fjölga og verða þeir allir með mismunandi þemu og tónlist, allt eftir stíl plötusnúðsins. Kraftur Hóf plötusnúðaferilinn á X977 „Ég hafði bara samband við nokkra plötusnúða fyrst um sinn. Ég vissi að Mama Gunz ætti magnaðan suðrænan lista með kúbverskri og suðrænni tónlist. Dóra Júlía er náttúrulega algjör stuðpinni og hún er með tvo lista Groove og Diskó stuð,“ segir Sóley. Gullfoss og geysir hafa einnig sett inn lista sem og Dj Yamaho. Svo er væntanlegur listi frá DJ Margeiri. Sóley hefur gert rólegan lista sem hún kallar Kósý heima ásamt jólalagalista og listanum Púðursykur. Kraftur „Ég lét fyrsta listann heita Púðursykur því ég var með hip-hop og RB tónlistarþátt á X-inu árið 1997 og byrjaði í raun þá ferilinn minn sem plötusnúður svo mér fannst snilld að kalla hann því nafni.“ Listana má finna á Spotify rásinni Kraftur cancer.
Fokk ég er með krabbamein Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira