Frá Íslandsmeistaraliði 2015 í frelsissviptingu í Amsterdam 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 11:05 Sigurður Gísli Snorrason í leik með Þrótti í Vogum í sumar. facebook-síða þróttar í vogum Fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Snorrason segist hafa verið neyddur til að ræna apótek í Amsterdam fyrr á þessu ári. Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér. Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Sigurður Gísli Snorrason var einn efnilegasti leikmaður Íslandsmeistaraliðs FH árið 2015. Fimm árum síðar gekk hann inn í apótek í Amsterdam vopnaður byssu. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap,“ segir Sigurður sem ræddi hæðir og lægðir í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolti.net. Í febrúar á þessu ári fjallaði Vísir um Íslending á þrítugsaldri sem mætti vopnaður byssu í apótek í Amsterdam, höfuðborg Hollands, og var í kjölfarið handtekinn. Umræddur Íslendingur var Sigurður. Sigurður, sem er 25 ára, var efnilegur fótboltamaður og lék tvo leiki með FH þegar liðið varð Íslandsmeistari 2015. Undanfarin ár hefur hann leikið í neðri deildunum, m.a. með ÍR og Kórdrengjum og nú síðast Þrótti í Vogum. Sigurður var í mikilli neyslu og náði botninum endanlega fyrr á þessu ári. „Þarna er ég í miklu rugli og kominn í mjög slæman félagsskap. Ég á að fara þarna út og það klúðrast svakalega. Það eru margar sögur í gangi og ég veit ekki hvað ég er búinn að heyra margar sögur af því hvað gerðist þarna úti hjá mér. Engin af þeim er rétt og allt þetta slúður sem er í gangi er algjör steypa,“ sagði Sigurður. „Ég lendi í svokallaðri frelsissviptingu í 36 tíma. Ég hef aldrei verið jafn hræddur á ævinni um líf mitt og hélt ég myndi deyja þarna. Síðan er ég neyddur til að ræna apótek.“ Sigurður segist hafa verið ánægður að hafa verið fenginn í það verkefni því þá myndi hann sleppa úr prísundinni. Hann fékk byssu og átti að ræna apótekið en segist aldrei hafa ætlað að gera það. „Það er ekkert sjálfsagt að gera það ekki því undir svona kringumstæðum verður maður rosalega hræddur og þú stjórnar engu. Ég náði að sleppa því og annars þá værum við ekki að tala saman hér. Ég hugsaði bara: hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í Siggi?“ sagði Sigurður og bætti við að hann hafi verið rifbeinsbrotinn á meðan frelsissviptingunni stóð. Í apótekinu lagði Sigurður byssuna á borðið og var í kjölfarið handtekinn. Hann var yfirheyrður og sat í fangaklefa í þrjá daga áður en honum var sleppt. Móðir hans og frændi sóttu hann svo til Amsterdam. Í kjölfarið á atburðunum í Amsterdam fór Sigurður í meðferð í Krýsuvík í tvo mánuði. Hann segir að síðustu mánuðir hafi verið góðir og hann sé á miklu betri stað í dag. Sigurður var fastamaður hjá Þrótti V. í sumar en liðið var nálægt því að fara upp í Lengjudeildina. Hann segist eiga sér þann draum að spila aftur einn daginn með FH. Hlusta má á Miðjuna með því að smella hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira