Segir að eitthvað þurfi að láta undan: „Erum sett undir sama hatt og skokkhópar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 19:01 Róbert líst ekki á blikuna og segir að eitthvað þurfi að láta undan. STÖÐ 2 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins en ljóst er að enginn handbolti verður spilaður á Íslandi út árið 2020 og sárafáar umferðir hafa farið fram síðan í mars. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Við vorum búin að fá að vonast til þess að æfa og gerðum ráð fyrir því að það yrðu einhverjar afléttingar, sér í lagi ef þú horfir til ungmennanna á framhaldsskólaaldri,“ sagði Róbert í samtali við Gaupa. „Það verður að viðurkennast að þessi niðurstaða er veruleg vonbrigði og við sjáum ekki rökin fyrir því að afreks- og almennings íþróttir séu settir undir sama hatt. Því miður.“ Róbert segir að ramminn sem hægt verði að spila þrengist og þrengist. „Það er algjör óvissa. Þessar reglur gilda í viku og við vonumst eftir að við fáum afléttingu í næstu viku og getum byrjað að æfa í desember. Þá gætum við vonast til þess að spila aftur í janúar en tímaramminn minnkar eftir því sem tíminn líður. Á endanum þarf eitthvað að láta undan.“ Klippa: Sportpakkinn - Róbert Geir Gíslason „Við höfum notað desembermánuð til þess að teikna þetta aðeins upp og þurfum að bíða eftir niðurstöðu næstu viku hvað verður um mótahaldið okkar. Ramminn er orðinn verulega þungur og það er ljóst.“ Aðspurður um hvenær hægt verði að spila segir Róbert að því sé erfitt að svara því félögin þurfi sinn undirbúning. „Það fer eftir því hvenær við fáum að byrja að æfa. Það er stóra spurningin í þessu öllu saman. Við höfum enn ekki fengið þau svör. Hvenær geta æfingar hafist? Við þurfum að æfa í rúmlega þrjár vikur til þess að byrja spila. Ef við fáum ekki að æfa fyrr en í byrjun janúar er ljóst að við spilum ekki fyrr en í lok janúar.“ „Það er ekki horft á sérstöðu afreksíþrótta og þær sóttvarnar ráðstafanir sem við höfum sett fram. Því er staðan eins og hún er. Við erum sett undir sama hatt og raunverulega skokkhópar og þeir sem hittast meðal almennings.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að hljóðið í hreyfingunni sé ekki gott eftir tíðindi dagsins en þar var tilkynnt að æfinga- og keppnisleyfi verður áfram við lýði hér á Íslandi. Róbert Geir ræddi við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins en ljóst er að enginn handbolti verður spilaður á Íslandi út árið 2020 og sárafáar umferðir hafa farið fram síðan í mars. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Við vorum búin að fá að vonast til þess að æfa og gerðum ráð fyrir því að það yrðu einhverjar afléttingar, sér í lagi ef þú horfir til ungmennanna á framhaldsskólaaldri,“ sagði Róbert í samtali við Gaupa. „Það verður að viðurkennast að þessi niðurstaða er veruleg vonbrigði og við sjáum ekki rökin fyrir því að afreks- og almennings íþróttir séu settir undir sama hatt. Því miður.“ Róbert segir að ramminn sem hægt verði að spila þrengist og þrengist. „Það er algjör óvissa. Þessar reglur gilda í viku og við vonumst eftir að við fáum afléttingu í næstu viku og getum byrjað að æfa í desember. Þá gætum við vonast til þess að spila aftur í janúar en tímaramminn minnkar eftir því sem tíminn líður. Á endanum þarf eitthvað að láta undan.“ Klippa: Sportpakkinn - Róbert Geir Gíslason „Við höfum notað desembermánuð til þess að teikna þetta aðeins upp og þurfum að bíða eftir niðurstöðu næstu viku hvað verður um mótahaldið okkar. Ramminn er orðinn verulega þungur og það er ljóst.“ Aðspurður um hvenær hægt verði að spila segir Róbert að því sé erfitt að svara því félögin þurfi sinn undirbúning. „Það fer eftir því hvenær við fáum að byrja að æfa. Það er stóra spurningin í þessu öllu saman. Við höfum enn ekki fengið þau svör. Hvenær geta æfingar hafist? Við þurfum að æfa í rúmlega þrjár vikur til þess að byrja spila. Ef við fáum ekki að æfa fyrr en í byrjun janúar er ljóst að við spilum ekki fyrr en í lok janúar.“ „Það er ekki horft á sérstöðu afreksíþrótta og þær sóttvarnar ráðstafanir sem við höfum sett fram. Því er staðan eins og hún er. Við erum sett undir sama hatt og raunverulega skokkhópar og þeir sem hittast meðal almennings.“ Allt viðtalið við Róbert má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06 KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08 Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. 1. desember 2020 14:29
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Twitter um áframhaldandi æfingabann: Rothögg fyrir íþróttahreyfinguna og slæmar aðstæður fyrir afreksíþróttafólk Í dag var staðfest að íþróttaæfingar fullorðinna, með eða án snertingar, verða ekki heimilar fyrr en í fyrsta lagi 9. desember. Mikil ólga hefur myndast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu þess efnis fyrr í dag. 1. desember 2020 15:06
KKÍ og HSÍ gefa það bæði út að ekki verði spilað meira á árinu 2020 Það verða ekki spilaðir fleiri leikir í Domino´s deildunum í körfubolta eða Olís deildunum í handbolta á árinu 2020 en þær hafa allar legið í dvala síðan í byrjun október. 1. desember 2020 15:08
Æfinga- og keppnisbann enn við lýði Gildandi sóttvarnareglur hafa verið framlengdar til 9. desember. Það þýðir m.a. áframhaldandi bann við æfingum og keppni hjá íslensku íþróttafólki. 1. desember 2020 12:05