Þurfti að byrja og hætta oft þar sem hún borgaði plötuna úr eigin vasa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2020 15:02 Hæfileikaríka Coco Reilly hefur verið búsett á Íslandi síðan í júní á þessu ári. Juliette Rowland Tónlistarkonan Coco Reilly gefur út samnefnda plötu í dag í gegnum sitt eigið útgáfufyrirtæki, Golden Wheel Records. Þetta er hennar fyrsta plata og var hún unnin að hluta hér á Íslandi en hún flutti til landsins í júní á þessu ári til að vinna að kvikmyndatónsmíðum. „Ég á vini sem eru lagasmiðir og þeir buðu mér að koma að vinna með þeim fyrst að upptökur voru enn leyfðar hér á landi. Ég gat ekki gert það í Ameríku svo þetta var auðveld ákvörðun að taka,“ segir Coco í samtali við Vísi. Coco, sem er jöfnum höndum söngkona, lagahöfundur, hljóðfæraleikari og kvikmyndatónskáld, bjó í Los Angeles áður en hún flutti tímabundið til Íslands í sumar. Hún ílengdist hér og nýja umhverfið gaf henni innblástur og drifkraft til að gefa loks þetta persónulega og tímalausa verk út. Platan er nú fáanleg á Spotify og öðrum streimisveitum. „Þema plötunnar er hreinskilni. Þetta er í raun skoðun á sjálfinu, af hverju ég tek ákveðnar ákvarðanir og hvernig ég get séð heiminn með betri skilningi á því hvernig mín viðbrögð hafa áhrif á fólk eða umhverfið í kringum mig.“ Andlega erfitt verkefni Platan var tekin bæði upp stafrænt og á kasettu til að skapa hlý og draumkennd áhrif sem væru ekki of hrein eða falleg. „Hljóð sem hafa meiri karakter og rómantík. Það gamla í bland við það nýja,“ útskýrir Coco. Tónlistin á plötunni er þegar byrjuð að vekja athygli en Rolling Stone tónlistartímaritið valdi lagið Oh Oh My My sem „lag sem þú þarft að þekkja“ og lýsti því sem blöndu af Fiona Apple, Air, George Harrison og Flaming Lips. Þá hafa miðlar á borð við Under the Radar, NYLON og Brooklyn Vegan fjallað lofsamlega um plötuna. Coco játar að í heildina hafi ferlið sex ár af skrifum, upptökum og hljóðvinnslu. „Ég þurfti að byrja og hætta oft af því að ég var að borga fyrir þetta úr eigin vasa. Ég tók upp þegar ég átti efni á því. Ég kláraði að vinna hana hér í Reykjavík með vini mínum Alberti Finnbogasyni. Hann var púslið sem vantaði,“ segir Coco. „Ef ég á að vera hreinskilin þá er þessi plata það erfiðasta sem ég hef gert. Ekki tæknilegi hlutinn við að taka upp plötuna heldur voru andlegu afleiðingarnar svo sterkar fyrir mig. Ég held að þegar einstaklingur ákveður að fylgja innri köllun í blindni, sé möguleiki á því að fara inn á fallegar brautir en einnig inn á dimma staði.“ Coco segir að hún hafi svo sannarlega ekki vitað hvað væri fram undan en hafi einfaldlega fundið sig knúna til að halda áfram, jafnvel gegn dómgreindinni. Erfitt að ganga í burtu „Þegar ég var hálfnuð í ákvörðun minni um að vinna tónlist aftur, fannst mér heimurinn vera að spyrja mig, „Hversu langt ertu tilbúin að fara fyrir þetta?“ og næstum því allt sem gat klikkað, fór úrskeiðis. Ég fór í djúpar lægðir og varð algjörlega búin á því og blönk eftir tvö ár. Sjarminn var runninn af hugmyndinni og ég man eftir því að liggja í rúminu einn daginn með tóman bankareikning og hugsa „Er ég brjáluð? Ég var í góðu starfi fyrir þetta.“ Hún ákvað að vorkenna sér ekki því þetta hafi verið hennar eigið val, því væri ekki pláss fyrir sjálfsvorkunn. „Það var erfitt augnablik að neyðast til að sætta mig við að ég væri sjálf orsök allra minna vandamála, en á sama tíma var þetta byrjun á nýjum skilningi. Svo ég varð að kafa dýpra til að geta svarað þessum spurningum. Af hverju valdi ég þetta líf í stað auðveldu leiðarinnar?“ Coco er ekki hrifin af útgáfubransanum sem hún segir að sé stjórnað af „egóum.“ Hún reyndi oft að hætta í tónlist, ganga í burtu, en tónlistin hélt alltaf áfram að pikka í hana. „Svo á endanum hvarflaði að mér að kannski væri svör að finna á þessum starfsvettvangi sem ég gæti ekki fundið annars staðar. Hlutirnir urðu því auðveldari þegar ég hætti að streitast á móti og varð meira forvitin.“ Tónlist Coco er strax byrjuð að vekja athygli en hún var sex ár í vinnslu.Juliette Rowland Forréttind að fá að skapa Coco segir að það sem hún lærði um sjálfa sig í þessu plötuferli sé efni í heila bók. „Það mikilvægasta sem ég lærði er að vera þakklát, sérstaklega fyrir líf mitt. Ég hefði getað fæðst sem hver sem er, á öðrum tíma eða öðrum stað. Þrátt fyrir allar venjulegar áskoranir sem ég hef, þá er ég það heppin að geta skapað list að atvinnu. Ég gleymi ekki hvað það eru mikil forréttindi. Ég eyddi stórum hluta af lífinu í að bera líf mitt saman við annarra, svo það er merkilegt að komast á þann stað í lífinu að ég myndi ekki vilja skipta við neinn. Þetta ferli neyddi mig til að skoða sjálfa mig í smásjá og þá lærði ég að kunna að meta alla punktana sem ég þurfti að tengja saman til að komast hingað.“ Heildarhugmyndin á bak við plötuna er að kafa ofan í merkingu sannleikans, bæði á persónulegum og pólitískum nótum. Sögurnar koma frá hennar eigin reynsluheimi, þar á meðal frá endalokum langtímasambands, en vísa líka í núverandi pólitískt ástand og hvernig sífellt meiri misvísandi upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum hefur í raun skapað tvo mismunandi veruleika sem lifa samtímis í bandarísku þjóðarvitundinni. „Ég trúi því að þú finnir dýpstu tengingarnar í gegnum algjöran sannleik og hreinskilni. Það persónulegasta sem ég get gert er að tjá minn sannleika og óöryggið með sjálfa mig. Þetta opnar á samtalið fyrir aðra sem eru að reyna að gera það sama. Ég nýt þess að komast að hjarta málsins og vera persónuleg, það er svo miklu betri tilfinning en að vera á yfirborðinu eða ýta hlutum frá sér. Kjarni sannleikans Coco segir að fólk nái bata og læri mest í sannleikanum. „Kannski var ég ómeðvitað með svo mikla áherslu á þetta af því að mig skorti sanna tilfinningalega tengingu mestan hluta æskunnar, kannski er þetta mín leið til að bæta upp fyrir það.“ Lögin Be True og Mirror komu út á dögunum og hafa vakið mikla athygli. „Mirror hefur alltaf birst eins og stuttmynd í huga mér. Með hverju viðlaginu þá fjarlægist myndavélin áhyggjufulla hausinn minn og heildarmyndin fer að birtast, sem minnir mig á það ég er bara lítið stykki í stóra púslinu.“ Coco segir að lagið Be True séu skilaboð sem hún vildi gefa sjálfri sér. „Ef ég get ekki verið sönn sjálfri mér hvernig get ég ætlast til að aðrir séu það? Þessi heimur gerir okkur auðvelt fyrir að sópa hlutum undir teppið í stað þess að rífa plásturinn af og afhjúpa sannleikann sem leynist undir niðri. Við getum ekki byggt betri heim ef við erum ekki tilbúin að taka hann fyrst í sundur. Be True er líka um að reyna að komast að kjarna sannleikans og fylgja sinni eigin réttlætiskennd óháð því hver eða hvaða öfl eru í kringum mig, en að sama skapi að mæta öðru fólki með samkennd og opnum huga. Við erum sífellt að liðast meira í sundur sem samfélag af því að við erum svo föst í okkar andstæðu skoðunum. Við ættum að hætta að ráðast á hvort annað, opna aftur fyrir samskiptaleiðir og tengjast aftur á manneskjulegan hátt.“ Hægt er að hlusta á lagið Be True í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Coco Reilly - Be True Kynning á Coco Coco skýrði plötuna eftir sjálfri sér og segir hún að ástæðan á bak við það sé einföld. „Ég vbara fann ekkert sem mér fannst rétt. Öll nöfnin sem ég fann fannst mér klaufaleg. Nafn plötu getur haft mikil áhrif á það hvernig fólk sér hana. Ég á endanum hugsaði að þetta ætti að vera kynning á mér fyrst þetta er fyrsta plata. Eigilega svona „Gaman að kynnast þér“ handaband. Ég vildi gefa fólki hvítan striga til að hlusta á og ákveða svo sjálf mynd í stað þess að hafa einhverja mynd fyrir framan sig fyrirfram.“ Lagið Be True er henni sérstaklega persónulegt og mikilvægt. Söngkonan segir að lagið hafi bara birst í huga hennar algjörlega tilbúið, flautuleikurinn og allt saman. „Ég þurfti að drífa mig og taka upp prufu áður en ég myndi gleyma öllu. Þetta var eins og gjöf sem ég get eiginlega ekki eignað mér heiðurinn að. Orðin „Vertu sönn, sama hver er í kringum þig“ (e. be true, no matter who surrounds you) hefur mikla merkingu fyrir mig í örfáum orðum, eins og góð mantra.“ Stærstu hindranirnar mikilvæg skref Platan er fallegt hugarfóstur sem fór í gegnum margar umbreytingar og var tekin upp þrisvar sinnum áður en Coco var sátt við hljóðheiminn sem hún skapaði. Hún spilar sjálf á gítar, flautu og upptökustýrði plötunni ásamt Jerry Bernhardt sem spilar einnig inn á hana ásamt Dom Billet (trommur), Ian Ferguson (gítar), Erin Rae (söngur) og Will Brown (hljómborð). Coco segir að það sem hafi mótað hana mest sem tónlistarkonu og flytjanda sé sterkir leiðbeinendur, vinir og svo náttúran. „Líf mitt hefur verið fullt af svo mörgum áhugaverðum og yndislegum karakterum. Ég hef lært svo mikið á að fylgjast með sterkum, hæfileikaríkum og drífandi fólki, þó að þau hafi ekki alltaf áttað sig á áhrifum þeirra á mig. Náttúran gefur mér svo alltaf innblástur þegar ég þarf hlé frá mannfólki.“ Platan var tekin upp á hinum ýmsu stöðum en upptökum lauk í Battle Tapes studio í Nashville vorið 2017. Coco flutti til Los Angeles til að klára útgáfuna en henni seinkaði enn frekar þegar samtöl við útgáfufyrirtæki drógust á langinn. Hún kláraði loks að hljóðblanda og jafna plötuna með Alberti Finnbogasyni í Reykjavík og gefur hana nú út sjálf. Þar með fylgir hún sínum eigin ráðleggingum um að stærstu hindranirnar geta verið mikilvægustu skrefin í átt að breytingum. Coco segir að henni líði eins og heima hjá sér, hér á Íslandi. Plötuumslagið af plötunni Coco Reilly. Hægt er að fylgjast með henni á Instagram undir nafninu @coco.reilly.Emilia Pare Facetime jól með fjölskyldunni „Ég fann kósý íbúð í Vesturbæ og á heiðskýrum dögum sé ég Snæfellsjökul frá skrifborðinu mínu. Það er draumur höfundar. Ég hef elskað sjóinn síðan ég var ung en ég ólst ekki upp nálægt hafinu. Ég gæti setið og starað út um gluggann allan daginn og ég fengi aldrei leið á því. Veðrið og birtan eru alltaf að breyta umhverfinu. Þetta er mjög róandi staður fyrir mig.“ Hún segist þakklát fyrir að hafa getað verið hér á landi í þessum heimsfaraldri. Í byrjun var hún í Los Angeles en fannst allt mun eðlilegra hér miðað við upplifunina sem hún væri að eiga ef hún væri þar enn. „Bróðir minn var að jafna sig af Covid-19 en restin af fjölskyldunni minni er heilsuhraust svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar, held áfram að vinna heima og halda mér upptekinni.“ Coco segir að hún eigi erfitt með að velja það besta við Ísland. „Einstaklingarnir sem ég hef hitt eru svo góðir, klárir og skapandi. Ég elska listamennina hér, sérstaklega Eggert Pétursson. Málverk hefur aldrei hreyft við mér líkt og þegar ég sá hans verk í fyrsta skipti, það er ótrúlegt, öll smáatriðin. Mig dreymir um að eignast verk eftir hann einn daginn, en ég held að ég þurfi að selja mun fleiri plötur fyrst.“ Í desember ætlar Coco að halda upp á afmælið sitt og njóta jólanna hér á Íslandi. „Vonandi með því að borða góðan mat, skreyta tré og horfa á fullt af bíómyndum. Ég er ekki mjög svalur tónlistarmaður, mér finnst best að hafa það kósý með tebolla.“ Coco nær ekki að hitta fjölskylduna eftir jólin en vonar að það gerist þegar smitunum fer fækkandi. „Ég held mig við Facetime í ár.“ Hún tekur bara einn dag í einu í augnablikinu og bíður spennt eftir því sem framtíðin ber í skauti sér. „Ég hef ekki gefið út plötu síðan ég var unglingur svo ég veit ekkert hvað gerist næst. Ég skil bara eftir pláss til að leyfa hlutunum að gerast og sé svo hvert það leiðir mig.“ Íslandsvinir Tónlist Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég á vini sem eru lagasmiðir og þeir buðu mér að koma að vinna með þeim fyrst að upptökur voru enn leyfðar hér á landi. Ég gat ekki gert það í Ameríku svo þetta var auðveld ákvörðun að taka,“ segir Coco í samtali við Vísi. Coco, sem er jöfnum höndum söngkona, lagahöfundur, hljóðfæraleikari og kvikmyndatónskáld, bjó í Los Angeles áður en hún flutti tímabundið til Íslands í sumar. Hún ílengdist hér og nýja umhverfið gaf henni innblástur og drifkraft til að gefa loks þetta persónulega og tímalausa verk út. Platan er nú fáanleg á Spotify og öðrum streimisveitum. „Þema plötunnar er hreinskilni. Þetta er í raun skoðun á sjálfinu, af hverju ég tek ákveðnar ákvarðanir og hvernig ég get séð heiminn með betri skilningi á því hvernig mín viðbrögð hafa áhrif á fólk eða umhverfið í kringum mig.“ Andlega erfitt verkefni Platan var tekin bæði upp stafrænt og á kasettu til að skapa hlý og draumkennd áhrif sem væru ekki of hrein eða falleg. „Hljóð sem hafa meiri karakter og rómantík. Það gamla í bland við það nýja,“ útskýrir Coco. Tónlistin á plötunni er þegar byrjuð að vekja athygli en Rolling Stone tónlistartímaritið valdi lagið Oh Oh My My sem „lag sem þú þarft að þekkja“ og lýsti því sem blöndu af Fiona Apple, Air, George Harrison og Flaming Lips. Þá hafa miðlar á borð við Under the Radar, NYLON og Brooklyn Vegan fjallað lofsamlega um plötuna. Coco játar að í heildina hafi ferlið sex ár af skrifum, upptökum og hljóðvinnslu. „Ég þurfti að byrja og hætta oft af því að ég var að borga fyrir þetta úr eigin vasa. Ég tók upp þegar ég átti efni á því. Ég kláraði að vinna hana hér í Reykjavík með vini mínum Alberti Finnbogasyni. Hann var púslið sem vantaði,“ segir Coco. „Ef ég á að vera hreinskilin þá er þessi plata það erfiðasta sem ég hef gert. Ekki tæknilegi hlutinn við að taka upp plötuna heldur voru andlegu afleiðingarnar svo sterkar fyrir mig. Ég held að þegar einstaklingur ákveður að fylgja innri köllun í blindni, sé möguleiki á því að fara inn á fallegar brautir en einnig inn á dimma staði.“ Coco segir að hún hafi svo sannarlega ekki vitað hvað væri fram undan en hafi einfaldlega fundið sig knúna til að halda áfram, jafnvel gegn dómgreindinni. Erfitt að ganga í burtu „Þegar ég var hálfnuð í ákvörðun minni um að vinna tónlist aftur, fannst mér heimurinn vera að spyrja mig, „Hversu langt ertu tilbúin að fara fyrir þetta?“ og næstum því allt sem gat klikkað, fór úrskeiðis. Ég fór í djúpar lægðir og varð algjörlega búin á því og blönk eftir tvö ár. Sjarminn var runninn af hugmyndinni og ég man eftir því að liggja í rúminu einn daginn með tóman bankareikning og hugsa „Er ég brjáluð? Ég var í góðu starfi fyrir þetta.“ Hún ákvað að vorkenna sér ekki því þetta hafi verið hennar eigið val, því væri ekki pláss fyrir sjálfsvorkunn. „Það var erfitt augnablik að neyðast til að sætta mig við að ég væri sjálf orsök allra minna vandamála, en á sama tíma var þetta byrjun á nýjum skilningi. Svo ég varð að kafa dýpra til að geta svarað þessum spurningum. Af hverju valdi ég þetta líf í stað auðveldu leiðarinnar?“ Coco er ekki hrifin af útgáfubransanum sem hún segir að sé stjórnað af „egóum.“ Hún reyndi oft að hætta í tónlist, ganga í burtu, en tónlistin hélt alltaf áfram að pikka í hana. „Svo á endanum hvarflaði að mér að kannski væri svör að finna á þessum starfsvettvangi sem ég gæti ekki fundið annars staðar. Hlutirnir urðu því auðveldari þegar ég hætti að streitast á móti og varð meira forvitin.“ Tónlist Coco er strax byrjuð að vekja athygli en hún var sex ár í vinnslu.Juliette Rowland Forréttind að fá að skapa Coco segir að það sem hún lærði um sjálfa sig í þessu plötuferli sé efni í heila bók. „Það mikilvægasta sem ég lærði er að vera þakklát, sérstaklega fyrir líf mitt. Ég hefði getað fæðst sem hver sem er, á öðrum tíma eða öðrum stað. Þrátt fyrir allar venjulegar áskoranir sem ég hef, þá er ég það heppin að geta skapað list að atvinnu. Ég gleymi ekki hvað það eru mikil forréttindi. Ég eyddi stórum hluta af lífinu í að bera líf mitt saman við annarra, svo það er merkilegt að komast á þann stað í lífinu að ég myndi ekki vilja skipta við neinn. Þetta ferli neyddi mig til að skoða sjálfa mig í smásjá og þá lærði ég að kunna að meta alla punktana sem ég þurfti að tengja saman til að komast hingað.“ Heildarhugmyndin á bak við plötuna er að kafa ofan í merkingu sannleikans, bæði á persónulegum og pólitískum nótum. Sögurnar koma frá hennar eigin reynsluheimi, þar á meðal frá endalokum langtímasambands, en vísa líka í núverandi pólitískt ástand og hvernig sífellt meiri misvísandi upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum hefur í raun skapað tvo mismunandi veruleika sem lifa samtímis í bandarísku þjóðarvitundinni. „Ég trúi því að þú finnir dýpstu tengingarnar í gegnum algjöran sannleik og hreinskilni. Það persónulegasta sem ég get gert er að tjá minn sannleika og óöryggið með sjálfa mig. Þetta opnar á samtalið fyrir aðra sem eru að reyna að gera það sama. Ég nýt þess að komast að hjarta málsins og vera persónuleg, það er svo miklu betri tilfinning en að vera á yfirborðinu eða ýta hlutum frá sér. Kjarni sannleikans Coco segir að fólk nái bata og læri mest í sannleikanum. „Kannski var ég ómeðvitað með svo mikla áherslu á þetta af því að mig skorti sanna tilfinningalega tengingu mestan hluta æskunnar, kannski er þetta mín leið til að bæta upp fyrir það.“ Lögin Be True og Mirror komu út á dögunum og hafa vakið mikla athygli. „Mirror hefur alltaf birst eins og stuttmynd í huga mér. Með hverju viðlaginu þá fjarlægist myndavélin áhyggjufulla hausinn minn og heildarmyndin fer að birtast, sem minnir mig á það ég er bara lítið stykki í stóra púslinu.“ Coco segir að lagið Be True séu skilaboð sem hún vildi gefa sjálfri sér. „Ef ég get ekki verið sönn sjálfri mér hvernig get ég ætlast til að aðrir séu það? Þessi heimur gerir okkur auðvelt fyrir að sópa hlutum undir teppið í stað þess að rífa plásturinn af og afhjúpa sannleikann sem leynist undir niðri. Við getum ekki byggt betri heim ef við erum ekki tilbúin að taka hann fyrst í sundur. Be True er líka um að reyna að komast að kjarna sannleikans og fylgja sinni eigin réttlætiskennd óháð því hver eða hvaða öfl eru í kringum mig, en að sama skapi að mæta öðru fólki með samkennd og opnum huga. Við erum sífellt að liðast meira í sundur sem samfélag af því að við erum svo föst í okkar andstæðu skoðunum. Við ættum að hætta að ráðast á hvort annað, opna aftur fyrir samskiptaleiðir og tengjast aftur á manneskjulegan hátt.“ Hægt er að hlusta á lagið Be True í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Coco Reilly - Be True Kynning á Coco Coco skýrði plötuna eftir sjálfri sér og segir hún að ástæðan á bak við það sé einföld. „Ég vbara fann ekkert sem mér fannst rétt. Öll nöfnin sem ég fann fannst mér klaufaleg. Nafn plötu getur haft mikil áhrif á það hvernig fólk sér hana. Ég á endanum hugsaði að þetta ætti að vera kynning á mér fyrst þetta er fyrsta plata. Eigilega svona „Gaman að kynnast þér“ handaband. Ég vildi gefa fólki hvítan striga til að hlusta á og ákveða svo sjálf mynd í stað þess að hafa einhverja mynd fyrir framan sig fyrirfram.“ Lagið Be True er henni sérstaklega persónulegt og mikilvægt. Söngkonan segir að lagið hafi bara birst í huga hennar algjörlega tilbúið, flautuleikurinn og allt saman. „Ég þurfti að drífa mig og taka upp prufu áður en ég myndi gleyma öllu. Þetta var eins og gjöf sem ég get eiginlega ekki eignað mér heiðurinn að. Orðin „Vertu sönn, sama hver er í kringum þig“ (e. be true, no matter who surrounds you) hefur mikla merkingu fyrir mig í örfáum orðum, eins og góð mantra.“ Stærstu hindranirnar mikilvæg skref Platan er fallegt hugarfóstur sem fór í gegnum margar umbreytingar og var tekin upp þrisvar sinnum áður en Coco var sátt við hljóðheiminn sem hún skapaði. Hún spilar sjálf á gítar, flautu og upptökustýrði plötunni ásamt Jerry Bernhardt sem spilar einnig inn á hana ásamt Dom Billet (trommur), Ian Ferguson (gítar), Erin Rae (söngur) og Will Brown (hljómborð). Coco segir að það sem hafi mótað hana mest sem tónlistarkonu og flytjanda sé sterkir leiðbeinendur, vinir og svo náttúran. „Líf mitt hefur verið fullt af svo mörgum áhugaverðum og yndislegum karakterum. Ég hef lært svo mikið á að fylgjast með sterkum, hæfileikaríkum og drífandi fólki, þó að þau hafi ekki alltaf áttað sig á áhrifum þeirra á mig. Náttúran gefur mér svo alltaf innblástur þegar ég þarf hlé frá mannfólki.“ Platan var tekin upp á hinum ýmsu stöðum en upptökum lauk í Battle Tapes studio í Nashville vorið 2017. Coco flutti til Los Angeles til að klára útgáfuna en henni seinkaði enn frekar þegar samtöl við útgáfufyrirtæki drógust á langinn. Hún kláraði loks að hljóðblanda og jafna plötuna með Alberti Finnbogasyni í Reykjavík og gefur hana nú út sjálf. Þar með fylgir hún sínum eigin ráðleggingum um að stærstu hindranirnar geta verið mikilvægustu skrefin í átt að breytingum. Coco segir að henni líði eins og heima hjá sér, hér á Íslandi. Plötuumslagið af plötunni Coco Reilly. Hægt er að fylgjast með henni á Instagram undir nafninu @coco.reilly.Emilia Pare Facetime jól með fjölskyldunni „Ég fann kósý íbúð í Vesturbæ og á heiðskýrum dögum sé ég Snæfellsjökul frá skrifborðinu mínu. Það er draumur höfundar. Ég hef elskað sjóinn síðan ég var ung en ég ólst ekki upp nálægt hafinu. Ég gæti setið og starað út um gluggann allan daginn og ég fengi aldrei leið á því. Veðrið og birtan eru alltaf að breyta umhverfinu. Þetta er mjög róandi staður fyrir mig.“ Hún segist þakklát fyrir að hafa getað verið hér á landi í þessum heimsfaraldri. Í byrjun var hún í Los Angeles en fannst allt mun eðlilegra hér miðað við upplifunina sem hún væri að eiga ef hún væri þar enn. „Bróðir minn var að jafna sig af Covid-19 en restin af fjölskyldunni minni er heilsuhraust svo ég horfi á jákvæðu hliðarnar, held áfram að vinna heima og halda mér upptekinni.“ Coco segir að hún eigi erfitt með að velja það besta við Ísland. „Einstaklingarnir sem ég hef hitt eru svo góðir, klárir og skapandi. Ég elska listamennina hér, sérstaklega Eggert Pétursson. Málverk hefur aldrei hreyft við mér líkt og þegar ég sá hans verk í fyrsta skipti, það er ótrúlegt, öll smáatriðin. Mig dreymir um að eignast verk eftir hann einn daginn, en ég held að ég þurfi að selja mun fleiri plötur fyrst.“ Í desember ætlar Coco að halda upp á afmælið sitt og njóta jólanna hér á Íslandi. „Vonandi með því að borða góðan mat, skreyta tré og horfa á fullt af bíómyndum. Ég er ekki mjög svalur tónlistarmaður, mér finnst best að hafa það kósý með tebolla.“ Coco nær ekki að hitta fjölskylduna eftir jólin en vonar að það gerist þegar smitunum fer fækkandi. „Ég held mig við Facetime í ár.“ Hún tekur bara einn dag í einu í augnablikinu og bíður spennt eftir því sem framtíðin ber í skauti sér. „Ég hef ekki gefið út plötu síðan ég var unglingur svo ég veit ekkert hvað gerist næst. Ég skil bara eftir pláss til að leyfa hlutunum að gerast og sé svo hvert það leiðir mig.“
Íslandsvinir Tónlist Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira