Kylfusveinn DeChambeau ætlar að hjálpa Lexi að vinna Opna bandaríska líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 14:31 Lexi Thompson er til alls líkleg á síðasta risamóti ársins í golfinu. Getty/Mike Comer Lexi Thompson er í öðru sæti á heimslistanum í golfi og mætir með ás upp í erminni á Opna bandaríska meistaramótið sem hefst í dag. Opna bandaríska meistaramót kvenna í golfi hefst í dag og verður hægt að fylgjast með því á Sport Golf stöðinni. Lexi Thompson ætlar sér stóra hluti á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem er síðasta risamót ársins. Hin bandaríska Lexi Thompson vann sitt eina risamót á ferlinum árið 2014 en hún varð í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra á eftir hinni suður-kóresku Lee Jeong-eun. Bandarískur kylfingur hefur ekki unnið opna bandaríska meistaramótið í fjögur ár eða síðan að Brittany Lang vann árið 2016. Will Bryson s caddie make it a U.S. Open double this week? He s on the bag for @Lexi Thompson who finished T2 at last year s @uswomensopen. pic.twitter.com/kDkE8ov6eF— Morning Read (@TheMorningRead) December 9, 2020 Lexi Thompson er á milli kylfusveina þessa dagana. Bróðir hennar hefur hlaupið í skarðið að undanförnu en á opna bandaríska meistaramótinu verður Tim Tucker kylfusveinn hennar. Tucker hefur reynslu af því að vinna þetta mót og það á þessu ári. Tim Tucker getur nefnilega orðið fyrsti kylfusveinninn til að hjálpa kylfingi að vinna bæði opna meistaramót kvenna og karla á sama árinu. Tim Tucker er kylfusveinn Bryson DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í september. DeChambeau lék hringina á fjóra á sex höggum undir pari og var sex höggum á undan næsta manni. DeChambeau caddie at Open again, this time for Lexi Thompson https://t.co/BgfE22nVvV via @denverpost— Ron Mintz (@MintzGolf) December 10, 2020 Opna bandaríska meistaramótið hjá körlunum fór fram hjá Winged Foot golfklúbbnum í New York fylki en kvennamótið fer fram í Houston í Texas fylki í ár. Lexi Thompson og Tim Tucker hafa náð vel saman á æfingahringjunum og hún er spennt fyrir samstarfinu. Hún segir að Tucker sé með öll mál og mælingar á hreinu og muni hjálpa henni mikið. Að auki fær hann hana til að hlæja og létta um leið á spennustiginu. Það er þó eitt sem Thompson ætlar ekki að gera og það er að drekka prósteinsjeik eins og Bryson DeChambeau er þekktur fyrir. „Ó nei. Guð minn góður. Ég kæmist ekki ó pilsið mitt,“ sagði Lexi Thompson í léttum tón. Útsendingin frá fyrsta degi Opna bandaríska ristmóts kvenna í golfi hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17.30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Opna bandaríska meistaramót kvenna í golfi hefst í dag og verður hægt að fylgjast með því á Sport Golf stöðinni. Lexi Thompson ætlar sér stóra hluti á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem er síðasta risamót ársins. Hin bandaríska Lexi Thompson vann sitt eina risamót á ferlinum árið 2014 en hún varð í öðru sæti á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra á eftir hinni suður-kóresku Lee Jeong-eun. Bandarískur kylfingur hefur ekki unnið opna bandaríska meistaramótið í fjögur ár eða síðan að Brittany Lang vann árið 2016. Will Bryson s caddie make it a U.S. Open double this week? He s on the bag for @Lexi Thompson who finished T2 at last year s @uswomensopen. pic.twitter.com/kDkE8ov6eF— Morning Read (@TheMorningRead) December 9, 2020 Lexi Thompson er á milli kylfusveina þessa dagana. Bróðir hennar hefur hlaupið í skarðið að undanförnu en á opna bandaríska meistaramótinu verður Tim Tucker kylfusveinn hennar. Tucker hefur reynslu af því að vinna þetta mót og það á þessu ári. Tim Tucker getur nefnilega orðið fyrsti kylfusveinninn til að hjálpa kylfingi að vinna bæði opna meistaramót kvenna og karla á sama árinu. Tim Tucker er kylfusveinn Bryson DeChambeau sem vann opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í september. DeChambeau lék hringina á fjóra á sex höggum undir pari og var sex höggum á undan næsta manni. DeChambeau caddie at Open again, this time for Lexi Thompson https://t.co/BgfE22nVvV via @denverpost— Ron Mintz (@MintzGolf) December 10, 2020 Opna bandaríska meistaramótið hjá körlunum fór fram hjá Winged Foot golfklúbbnum í New York fylki en kvennamótið fer fram í Houston í Texas fylki í ár. Lexi Thompson og Tim Tucker hafa náð vel saman á æfingahringjunum og hún er spennt fyrir samstarfinu. Hún segir að Tucker sé með öll mál og mælingar á hreinu og muni hjálpa henni mikið. Að auki fær hann hana til að hlæja og létta um leið á spennustiginu. Það er þó eitt sem Thompson ætlar ekki að gera og það er að drekka prósteinsjeik eins og Bryson DeChambeau er þekktur fyrir. „Ó nei. Guð minn góður. Ég kæmist ekki ó pilsið mitt,“ sagði Lexi Thompson í léttum tón. Útsendingin frá fyrsta degi Opna bandaríska ristmóts kvenna í golfi hefst á Stöð 2 Golf klukkan 17.30. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira