Segir að æfinga- og keppnisleysið hér á landi setji strik í reikning landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. desember 2020 10:01 Guðmundur Guðmundsson býst ekki við að fá leikmenn íslenska landsliðsins til æfinga fyrir HM fyrr en 2. janúar 2021. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta segir að æfinga- og keppnisleysi síðustu vikna hér á landi setji strik í reikninginn fyrir HM. Hann vill þó ekki gefa það út hvort leikmenn sem spila hér heima eigi minni möguleika en aðrir að komast í HM-hópinn. Af þeim 35 leikmönnum sem Guðmundur Guðmundsson valdi í stóra hópinn fyrir HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs leika átta hér á landi. Miklar skorður hafa verið settar á íþróttastarf á Íslandi á undanförnum vikum vegna kórónuveirufaraldursins og fyrst í gær máttu lið byrja að æfa á ný eftir tveggja mánaða hlé. Útséð er með að keppni í Olís-deild karla hefjist fyrir áramót og því munu leikmennirnir hér heima ekki hafa spilað leik í þrjá mánuði þegar kemur að HM. „Það er eitthvað sem ég verð að skoða þegar ég er að velja liðið, það er bara þannig. Þetta hefur verið þannig á Íslandi að menn hafa ekki haft tækifæri til að æfa. Þetta er held ég eina landið í Evrópu þar sem þessu hefur verið svona hagað. Þá er ég að tala um afreksíþróttafólk. Þetta hefur sett mjög stórt strik í reikninginn verð ég að segja,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. „Ég verð bara að meta það hvernig þeir geta bætt sitt líkamlega ástand á síðustu dögum, fram að áramótum.“ Guðmundur vildi ekki taka svo sterkt til orða að leikmennirnir sem leika hér á landi stæðu verr að vígi en aðrir þegar hann velur lokahópinn fyrir HM. Slæm staða í íslensku íþróttalífi „Ég ætla ekki að nota þau orð en við getum kannski sagt að þegar ég er að velja á milli tveggja leikmanna gæti verið að þetta hefði áhrif. En ég er ekki tilbúinn að segja af eða á með það,“ sagði Guðmundur. „Ég vil ekki tjá mig mikið á þessu stigi en ég er bara að skoða heildarmyndina og þetta hefur náttúrulega verið afskaplega slæm staða í íslensku íþróttalífi.“ Guðmundur á ekki von á því að íslenski hópurinn komi saman til æfinga fyrir HM fyrr en 2. janúar 2021. „Ég var að vonast til að við gætum komið saman milli jóla og nýárs en það lítur því miður ekki vel út. Mér sýnist að við fáum enga undanþágu til þess og það er auðvitað mjög slæmt,“ sagði Guðmundur. Þrír leikir við sama liðið á viku Ísland leikur tvo leiki við Portúgal, heima og að heiman, áður en haldið verður til Egyptalands. Fyrsti leikur Íslendinga á HM er svo gegn Portúgal 14. janúar. Íslendingar og Portúgalir mætast því þrisvar á einni viku og það í þremur löndum. „Það vitum við fyrst eftir leikina,“ sagði Guðmundur aðspurður hvort það væri gott eða slæmt að fá leiki, alvöru keppnisleiki, svona skömmu fyrir HM, og það gegn andstæðingi Íslands á mótinu. „Mér finnst þetta mjög erfið tímasetning. Bæði þessi ferðalög á þessum tíma og spila við tvo mjög erfiða leiki við lið áður en við mætum þeim aftur á HM. Það er mjög sérstakt.“ Knappur tími Guðmundur á von á því að velja 20-21 leikmann í æfingahóp og fara svo með tuttugu leikmenn til Egyptalands. „Ég reikna með að æfingahópurinn telji tuttugu leikmenn, mesta lagi 21. Hann verður ekkert mikið stærri út af tímaleysi ef við byrjum ekki fyrr en 2. janúar. Tíminn til æfinga er mjög takmarkaður og þá þarf ég nánast að vera búinn að velja þann hóp, meira eða minna. Það er hausverkurinn sem ég glími við núna, að taka ákvörðun hvernig þetta lítur endanlega út,“ sagði Guðmundur. Auk Íslands og Portúgals eru Alsír og Marokkó í F-riðli á HM. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. Stóri HM-hópurinn Alexander Petersson - Rhein-Necker Löwen Arnar Freyr Arnarsson - Melsungen Arnór Þór Gunnarsson - Bergischer Aron Pálmarsson - Barcelona Atli Ævar Ingólfsson - Selfoss Ágúst Elí Björgvinsson - KIF Kolding Bjarki Már Elísson - Lemgo Björgvin Páll Gústavsson - Haukar Daníel Freyr Andrésson - GUIF Daníel Þór Ingason - Ribe Esbjerg Elliði Snær Viðarsson - Gummersbach Elvar Ásgeirsson - Stuttgart Elvar Örn Jónsson - Skjern Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg Grétar Ari Guðjónsson - Cavial Nice Guðmundur Árni Ólafsson - Afturelding Guðmundur Hólmar Helgason - Selfoss Gunnar Steinn Jónsson - Ribe Esbjerg Hákon Daði Styrmisson - ÍBV Janus Daði Smárason - Göppingen Kári Kristján Kristjánsson - ÍBV Kristján Örn Kristjánsson - Pays d'Aix Magnús Óli Magnússon - Valur Oddur Grétarsson - Balingen-Weilstetten Orri Freyr Þorkelsson - Haukar Óðinn Þór Ríkharðsson - TTH Holstebro Ólafur Andrés Guðmundsson - Kristianstad Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg Óskar Ólafsson - Drammen Sigvaldi Björn Guðjónsson - Vive Tauron Kielce Sveinn Jóhannsson - SönderjyskE Teitur Örn Einarsson - Kristianstad Viggó Kristjánsson - Stuttgart Viktor Gísli Hallgrímsson - GOG Håndball Ýmir Örn Gíslason - Rhein-Neckar Löwen HM 2021 í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Af þeim 35 leikmönnum sem Guðmundur Guðmundsson valdi í stóra hópinn fyrir HM í Egyptalandi í byrjun næsta árs leika átta hér á landi. Miklar skorður hafa verið settar á íþróttastarf á Íslandi á undanförnum vikum vegna kórónuveirufaraldursins og fyrst í gær máttu lið byrja að æfa á ný eftir tveggja mánaða hlé. Útséð er með að keppni í Olís-deild karla hefjist fyrir áramót og því munu leikmennirnir hér heima ekki hafa spilað leik í þrjá mánuði þegar kemur að HM. „Það er eitthvað sem ég verð að skoða þegar ég er að velja liðið, það er bara þannig. Þetta hefur verið þannig á Íslandi að menn hafa ekki haft tækifæri til að æfa. Þetta er held ég eina landið í Evrópu þar sem þessu hefur verið svona hagað. Þá er ég að tala um afreksíþróttafólk. Þetta hefur sett mjög stórt strik í reikninginn verð ég að segja,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í gær. „Ég verð bara að meta það hvernig þeir geta bætt sitt líkamlega ástand á síðustu dögum, fram að áramótum.“ Guðmundur vildi ekki taka svo sterkt til orða að leikmennirnir sem leika hér á landi stæðu verr að vígi en aðrir þegar hann velur lokahópinn fyrir HM. Slæm staða í íslensku íþróttalífi „Ég ætla ekki að nota þau orð en við getum kannski sagt að þegar ég er að velja á milli tveggja leikmanna gæti verið að þetta hefði áhrif. En ég er ekki tilbúinn að segja af eða á með það,“ sagði Guðmundur. „Ég vil ekki tjá mig mikið á þessu stigi en ég er bara að skoða heildarmyndina og þetta hefur náttúrulega verið afskaplega slæm staða í íslensku íþróttalífi.“ Guðmundur á ekki von á því að íslenski hópurinn komi saman til æfinga fyrir HM fyrr en 2. janúar 2021. „Ég var að vonast til að við gætum komið saman milli jóla og nýárs en það lítur því miður ekki vel út. Mér sýnist að við fáum enga undanþágu til þess og það er auðvitað mjög slæmt,“ sagði Guðmundur. Þrír leikir við sama liðið á viku Ísland leikur tvo leiki við Portúgal, heima og að heiman, áður en haldið verður til Egyptalands. Fyrsti leikur Íslendinga á HM er svo gegn Portúgal 14. janúar. Íslendingar og Portúgalir mætast því þrisvar á einni viku og það í þremur löndum. „Það vitum við fyrst eftir leikina,“ sagði Guðmundur aðspurður hvort það væri gott eða slæmt að fá leiki, alvöru keppnisleiki, svona skömmu fyrir HM, og það gegn andstæðingi Íslands á mótinu. „Mér finnst þetta mjög erfið tímasetning. Bæði þessi ferðalög á þessum tíma og spila við tvo mjög erfiða leiki við lið áður en við mætum þeim aftur á HM. Það er mjög sérstakt.“ Knappur tími Guðmundur á von á því að velja 20-21 leikmann í æfingahóp og fara svo með tuttugu leikmenn til Egyptalands. „Ég reikna með að æfingahópurinn telji tuttugu leikmenn, mesta lagi 21. Hann verður ekkert mikið stærri út af tímaleysi ef við byrjum ekki fyrr en 2. janúar. Tíminn til æfinga er mjög takmarkaður og þá þarf ég nánast að vera búinn að velja þann hóp, meira eða minna. Það er hausverkurinn sem ég glími við núna, að taka ákvörðun hvernig þetta lítur endanlega út,“ sagði Guðmundur. Auk Íslands og Portúgals eru Alsír og Marokkó í F-riðli á HM. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. Stóri HM-hópurinn Alexander Petersson - Rhein-Necker Löwen Arnar Freyr Arnarsson - Melsungen Arnór Þór Gunnarsson - Bergischer Aron Pálmarsson - Barcelona Atli Ævar Ingólfsson - Selfoss Ágúst Elí Björgvinsson - KIF Kolding Bjarki Már Elísson - Lemgo Björgvin Páll Gústavsson - Haukar Daníel Freyr Andrésson - GUIF Daníel Þór Ingason - Ribe Esbjerg Elliði Snær Viðarsson - Gummersbach Elvar Ásgeirsson - Stuttgart Elvar Örn Jónsson - Skjern Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg Grétar Ari Guðjónsson - Cavial Nice Guðmundur Árni Ólafsson - Afturelding Guðmundur Hólmar Helgason - Selfoss Gunnar Steinn Jónsson - Ribe Esbjerg Hákon Daði Styrmisson - ÍBV Janus Daði Smárason - Göppingen Kári Kristján Kristjánsson - ÍBV Kristján Örn Kristjánsson - Pays d'Aix Magnús Óli Magnússon - Valur Oddur Grétarsson - Balingen-Weilstetten Orri Freyr Þorkelsson - Haukar Óðinn Þór Ríkharðsson - TTH Holstebro Ólafur Andrés Guðmundsson - Kristianstad Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg Óskar Ólafsson - Drammen Sigvaldi Björn Guðjónsson - Vive Tauron Kielce Sveinn Jóhannsson - SönderjyskE Teitur Örn Einarsson - Kristianstad Viggó Kristjánsson - Stuttgart Viktor Gísli Hallgrímsson - GOG Håndball Ýmir Örn Gíslason - Rhein-Neckar Löwen
Alexander Petersson - Rhein-Necker Löwen Arnar Freyr Arnarsson - Melsungen Arnór Þór Gunnarsson - Bergischer Aron Pálmarsson - Barcelona Atli Ævar Ingólfsson - Selfoss Ágúst Elí Björgvinsson - KIF Kolding Bjarki Már Elísson - Lemgo Björgvin Páll Gústavsson - Haukar Daníel Freyr Andrésson - GUIF Daníel Þór Ingason - Ribe Esbjerg Elliði Snær Viðarsson - Gummersbach Elvar Ásgeirsson - Stuttgart Elvar Örn Jónsson - Skjern Gísli Þorgeir Kristjánsson - Magdeburg Grétar Ari Guðjónsson - Cavial Nice Guðmundur Árni Ólafsson - Afturelding Guðmundur Hólmar Helgason - Selfoss Gunnar Steinn Jónsson - Ribe Esbjerg Hákon Daði Styrmisson - ÍBV Janus Daði Smárason - Göppingen Kári Kristján Kristjánsson - ÍBV Kristján Örn Kristjánsson - Pays d'Aix Magnús Óli Magnússon - Valur Oddur Grétarsson - Balingen-Weilstetten Orri Freyr Þorkelsson - Haukar Óðinn Þór Ríkharðsson - TTH Holstebro Ólafur Andrés Guðmundsson - Kristianstad Ómar Ingi Magnússon - Magdeburg Óskar Ólafsson - Drammen Sigvaldi Björn Guðjónsson - Vive Tauron Kielce Sveinn Jóhannsson - SönderjyskE Teitur Örn Einarsson - Kristianstad Viggó Kristjánsson - Stuttgart Viktor Gísli Hallgrímsson - GOG Håndball Ýmir Örn Gíslason - Rhein-Neckar Löwen
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira