Þjálfari Stjörnunnar skorar á KSÍ að taka niður dagsetningar á heimasíðu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 10:37 Kristján Guðmundsson er með mestu menntunina af þjálfurum Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í sumar. Vísir/Daníel Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að það verði minnsta kosti eins mánaðar seinkun á Íslandsmótinu í fótbolta vegna kórónuveirunnar. Íslandsmótið í knattspyrnu átti að hefjast daginn fyrir Sumardaginn fyrsta en KSÍ felldi á föstudaginn niður alla leiki hjá sér eftir að sett var samkomubann hér á landi. Kvennalið Stjörnunnar var að koma heim úr æfingaferð frá Spáni og þurftu allir að fara í sóttkví, þar á meðal þjálfarinn. Kristján ræddi stöðuna við netsíðuna fótbolta.net. „Mótum verður seinkað, það er alveg ljóst. Ég skora á Knattspyrnusambandið að taka niður dagsetningar á veggnum hjá sér. Menn eru að horfa á dagsetningar hvenær mótið byrjar og eru að reyna að hafa leikmenn í ástandi til þess að takast á við fyrstu leikina,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net. Kristján G: Lágmark mánaðar seinkun á mótum https://t.co/xUcSubWxaq— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 16, 2020 Hann segir að Íslandsmótið muni aldrei byrja í maí og líklegt að fyrsti leikur hans liðs verði ekki fyrr en í júní. „Það er lágmark mánaðar seinkun á mótum og jafnvel mera. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um heilsuna núna, við getum ekki horft á dagsetningar á fótboltaleikjum. Við þurfum að ýta því frá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net. Kristján segir að þjálfarar verði nú að vera hugmyndaríkir og koma með nýjar æfingar svo að leikmenn þeirra geti haldið sér í formi. „Þjálfararnir þurfa að vera frjóir og koma með margar góðar hugmyndir svo við getum hjálpað iðkendunum að æfa. Ég get ekki séð að það verði sameiginlegar æfingar í íþróttum á næstu dögum eða vikum," sagði Kristján en það má sjá allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max deild kvenna, telur að það verði minnsta kosti eins mánaðar seinkun á Íslandsmótinu í fótbolta vegna kórónuveirunnar. Íslandsmótið í knattspyrnu átti að hefjast daginn fyrir Sumardaginn fyrsta en KSÍ felldi á föstudaginn niður alla leiki hjá sér eftir að sett var samkomubann hér á landi. Kvennalið Stjörnunnar var að koma heim úr æfingaferð frá Spáni og þurftu allir að fara í sóttkví, þar á meðal þjálfarinn. Kristján ræddi stöðuna við netsíðuna fótbolta.net. „Mótum verður seinkað, það er alveg ljóst. Ég skora á Knattspyrnusambandið að taka niður dagsetningar á veggnum hjá sér. Menn eru að horfa á dagsetningar hvenær mótið byrjar og eru að reyna að hafa leikmenn í ástandi til þess að takast á við fyrstu leikina,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net. Kristján G: Lágmark mánaðar seinkun á mótum https://t.co/xUcSubWxaq— Fótbolti.net (@Fotboltinet) March 16, 2020 Hann segir að Íslandsmótið muni aldrei byrja í maí og líklegt að fyrsti leikur hans liðs verði ekki fyrr en í júní. „Það er lágmark mánaðar seinkun á mótum og jafnvel mera. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um heilsuna núna, við getum ekki horft á dagsetningar á fótboltaleikjum. Við þurfum að ýta því frá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson við fótbolta.net. Kristján segir að þjálfarar verði nú að vera hugmyndaríkir og koma með nýjar æfingar svo að leikmenn þeirra geti haldið sér í formi. „Þjálfararnir þurfa að vera frjóir og koma með margar góðar hugmyndir svo við getum hjálpað iðkendunum að æfa. Ég get ekki séð að það verði sameiginlegar æfingar í íþróttum á næstu dögum eða vikum," sagði Kristján en það má sjá allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira