Margir óttast brúnuðu kartöflurnar
Kartöflur eru ómissandi yfir hátíðarnar, allt frá soðnum kartöflum með hangikjötinu að flögum með ídýfu á gamlárskvöld. En margir óttast brúnuðu kartöflurnar, þær eru nokkurs konar Everest kartöfluréttanna. Í jóladagatalinu í dag fáum við listafólk sem hefur unnið sérstaklega með kartöflur í listsköpun sinni til að leggja á brattann - við spyrjum að leikslokum.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.