Hoppaði upp um átta sæti á lokadeginum og tók gullið á fyrsta Opna bandaríska sem hún tók þátt í Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2020 20:31 A Lim Kim gat fagnað í kvöld en hún er að byrja sinn atvinnuferil í golfi frábærlega. Jamie Squire/Getty Images A-Lim Kim er ekki þekktasta nafnið í golfheiminum en hún gerði sér lítið fyrir og vann síðasta risamótið í kvennaflokki, Opna bandaríska, í fyrsta skipti sem hún tekur þátt á mótinu. A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Golf Opna bandaríska Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
A-Lim Kim er í 94. sæti heimslistans og það leit ekki út fyrir að hún væri að fara ná í gullið á mótinu í dag. Lokahringnum í gær var frestað vegna veðurs og því kláraðist mótið í dag. Fyrir lokahringinn var A-Lim Kim fimm höggum á eftir Hinako Shibuno sem var í efsta sætinu en magnaður lokahringur gerði það að verkum að A-Lim Kim kom, sá og sigraði. Raise it high, A Lim Kim. You earned it. @uswomensopen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/NUqK6NW5uZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020 Hún hoppaði upp um níu sæti á lokahringnum og spilaði samtals á fjórum höggum undir pari. Hún fékk meðal annars þrjá fugla á þremur síðustu holunum sem tryggði henni titilinn. Þetta er einungis hennar þriðji sigur á atvinnumannaferlinum en þetta var í fyrsta sinn sem hún tekur þátt á opna bandaríska. Ko Jin-young, sem er í efsta sæti heimslistans, endaði í öðru sætinu ásamt Amy Olson en þær voru höggi á eftir A-Lim Kim. Shibuno endaði í fjórða sætinu. A Lim Kim.Remember the name. Kim finished in historic fashion to win the 75th @uswomensopen and claim the final major championship of 2020!#USWomensOpen | #WomenWorthWatching pic.twitter.com/YkhU1b7FHZ— LPGA (@LPGA) December 14, 2020
Golf Opna bandaríska Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira