Enn og aftur kom Benzema Real til bjargar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. desember 2020 23:00 Frakkinn magnaði heldur áfram að skora sigurmörk Real á ögurstundu. Denis Doyle/Getty Images) Real Madrid jafnaði Atletico Madrid og Real Sociedad að stigum er ríkjandi meistararnir unnu 3-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. Það byrjaði ekki vel fyrir gestina frá Bilbao. Raul Garcia fékk tvö gul spjöld á fyrstu þrettán mínútum leiksins og var sendur í bað. Það var í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Toni Kroos kom Real yfir en eftir laglegan sprett og samleik jafnaði Ander Capa metin á 72. mínútu. Þá var komið að Frakkanum, Karim Benzema. Hann skallaði fyrirgjöf Daniel Carvajal í netið á 74. mínútu og á 93. mínútu innsiglaði hann svo sigurinn eftir stoðsendingu Luka Modric. Real, er eins og áður segir, jafnt Atletico Madrid og Sociedad á toppnum með 26 stig en Atletico á tvo leiki til góða. Bilbao er í 13. sætinu með fjórtán stig. Spænski boltinn
Real Madrid jafnaði Atletico Madrid og Real Sociedad að stigum er ríkjandi meistararnir unnu 3-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. Það byrjaði ekki vel fyrir gestina frá Bilbao. Raul Garcia fékk tvö gul spjöld á fyrstu þrettán mínútum leiksins og var sendur í bað. Það var í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Toni Kroos kom Real yfir en eftir laglegan sprett og samleik jafnaði Ander Capa metin á 72. mínútu. Þá var komið að Frakkanum, Karim Benzema. Hann skallaði fyrirgjöf Daniel Carvajal í netið á 74. mínútu og á 93. mínútu innsiglaði hann svo sigurinn eftir stoðsendingu Luka Modric. Real, er eins og áður segir, jafnt Atletico Madrid og Sociedad á toppnum með 26 stig en Atletico á tvo leiki til góða. Bilbao er í 13. sætinu með fjórtán stig.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn