Ólafur þekkir hvern krók og kima í Garðabænum en hann lék með liðinu frá árin 20010 til 2014 ef undan er skilið ein leiktíð á Selfossi.
Hann varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2014 en eftir tímabilið 2017 sagði hann skilið við Stjörnuna og gekk í raðir Vals.
Þar varð Ólafur einnig Íslandsmeistari en hann var svo lánaður til FH fyrr í sumar þar sem hann lék níu leiki og skoraði eitt mark.
Nú er hann hins vegar kominn aftur heim í Garðabæinn við mikla hrifningu Garðbæinga.
„Virkilega gott að fá Óla Kalla með sín gæði inn í hópinn, ég hef trú á því að þetta muni styrkja okkur til framtíðar, enda Óli Kalli frábær leikmaður sem getur leyst margar stöður og er með gæði sem munu nýtast okkur í þeirri vegferð sem við erum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, annar þjálfari liðsins.