Með liðinu leika íslensku handknattleiksmennirnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.
Ríkjandi meistarar Kristianstad þykja ekki hafa staðið undir væntingum á tímabilinu en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar og hefur tapað sjö leikjum í deildinni til þessa.
Vranjes gerði garðinn frægan sem leikmaður á árum áður en eftir að leikmannaferlinum lauk árið 2009 tók hann við þjálfun þýska stórliðsins Flensburg sem hann stýrði í rúm sjö ár.
Hann hefur einnig þjálfað ungverska stórveldið Veszprem en hann tók við liði Kristianstad af Ola Lindgren í ársbyrjun 2019.
Vranjes er þó ekki atvinnulaus þar sem hann hefur samhliða starfi sínu hjá Kristianstad sinnt þjálfun slóvenska landsliðsins.
Ljubomir Vranjes lämnar IFK Kristianstad.https://t.co/bg0zSpwAgB pic.twitter.com/DcL9k1Sqtm
— IFK Kristianstad (@IFKKristianstad) December 19, 2020