Athygli vekur að enginn leikmaður úr Kiel, liðinu sem Alfreð þjálfaði um ellefu ára skeið, er í þýska HM-hópnum.
Hendrik Pekeler, Patrick Wiencek og Steffen Weinhold gáfu ekki kost á sér og þá hlutu Rune Dahmke og Dario Quenstedt ekki náð fyrir augum Alfreðs.
Þetta er í fyrsta sinn síðan á HM 2001 sem enginn leikmaður Kiel er í þýska landsliðsins á stórmóti eins og danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen hefur bent á.
The German squad for the World Championship in January is selected.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 21, 2020
- For the first time in a championship since the World Championship 2001 the German squad is without THW Kiel players
Despite the fact that several players are out it s still a very decent team in my opinion pic.twitter.com/svtyA5LpnL
Alfreð er með þrjá markverði í hópnum, hina þrautreyndu Johannes Bitter og Silvio Heinervetter, og Andreas Wolff. Þýska hópinn má sjá hér fyrir neðan.
Fokus @Egypt2021EN! Das ist unser Aufgebot! #WIRIHRALLE #aufgehsDHB #Handball
— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) December 21, 2020
--
Präsentiert wird das Aufgebot von @dashandwerk pic.twitter.com/c0xTeZlqPO
Þýskaland er með Ungverjalandi, Úrúgvæ og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla.
Þjóðverjar enduðu í 4. sæti á síðasta heimsmeistaramóti (2019) sem var haldið í Þýskalandi og Danmörku.
Alfreð er einn fjögurra íslenskra þjálfara á HM. Guðmundur Guðmundsson stýrir Íslandi, Halldór Sigfússon Barein og Dagur Sigurðsson Japan.