Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2020 10:00 Valur er eitt af liðunum þremur sem varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari á síðasta áratug. Hin eru KR og FH. Vísir/Bára Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Annar áratugur 21. aldarinnar rennur sitt skeið um næstu áramót og við það tilefni hefur Stöð 2 Sport ákveðið að setja saman úrvalslið áratugarins í efstu deild karla í knattspyrnu. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport en sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson munu síðan segja sitt álit á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Leikmennirnir sem hafa verið valdir í þetta úrvalslið mæta einnig í viðtal í þáttunum og fara þar yfir þennan áratug á fótboltaferli sínum. Garðar Örn Arnarson leikstýrir þáttunum sem verða sex talsins en í hverjum þætti verða tveir meðlimir úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þetta eru ellefu byrjunarliðsmenn og einn þjálfari. Á árunum 2010 til 2020 urðu fimm félög Íslandsmeistarar. FH (20112, 2015, 2016), KR (2011, 2013, 2019) og Valur (2017, 2018, 2020) unnu öll þrjá meistaratitla en Breiðablik (2010) og Stjarnan (2014) náðu einnig að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Blikar höfðu aldrei unnið titilinn þegar Breiðablik vann 2010 og sömu sögu er að segja af Stjörnumönnum fjórum árum síðar. KR var ekki búið að vinna í átta ár þegar Íslandsmeistaratitilinn kom aftur í Vesturbæinn árið 2011 og Valsmenn höfðu ekki unnið í heilan áratug þegar titilinn kom á Hlíðarenda árið 2017. FH hélt áfram góðu gengi sínum á fyrsta áratug nýrrar aldar. FH-ingar unnu ekki aðeins þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum áratug heldur endaði Hafnarfjarðarliðið einnig fimm sinnum í öðru sætið, síðast í sumar. Blikar urðu líka fjórum sinnum í öðru sæti á þessum árum. Þættirnir um Lið áratugarins eru sex talsins og verða sýndir á hverju kvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti þátturinn er í kvöld, 25. desember, klukkan 19.30 en sá síðasti er að kvöldi 30. desember. Hér fyrir neðan má sjá stiklu þáttarins. Klippa: Lið áratugarsins - stikla
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki