Bein útsending: Skattsvik Development Group Tinni Sveinsson skrifar 16. mars 2020 19:02 Hægt er að horfa á sýninguna Skattsvik Development Group hér á vefnum í kvöld. Borgarleikhúsið Sýningunni Skattsvik Development Group er streymt beint hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Þetta er fyrsta beina streymið frá Borgarleikhúsinu á meðan á samkomubanninu stendur en leikhúsið ætlar að bjóða Íslendingum upp á þétta dagskrá næstu vikur. Í hádeginu á morgun mun Ólafur Egill Egilsson leikstjóri fjalla um sýningu sína, Bubbasöngleikinn Níu líf, ásamt því að fjalla um stjörnusýninguna Elly sem hann átti stóran hlut í. Í hádeginu á föstudaginn verða svo tónleikar með Bubba Morthens í beinni hér á Vísi og verður það vikulegur viðburður þar til samkomubanninu lýkur. Uppfært. Sýningunni er lokið. Fylgist með á Vísi til að sjá fleiri atburði Borgarleikhússins. Um sýninguna Skattsvik Development Group Sjálfstæði sviðslistahópurinn Ást og karóki hefur undanfarnar vikur starfað innan veggja Borgarleikhússins undir því yfirskyni að meðlimir hópsins séu að skapa nýja íslenska sýningu um skaðlega karlmennsku. Umfangsmikill gagnaleki sýnir að hópurinn hefur þess í stað grætt umtalsverðar fjárhæðir á því að svíkja undan skatti. Milljónir króna sem Borgarleikhúsið greiðir fyrir sýninguna enda í leynilegri bankabók í Sankti Lúsíu í krafti tvísköttunarsamninga, aflandsfélaga, meintrar ráðgjafaþjónustu í Panama og fyrirtækisins Skattsvik Development Group í Dublin. Sýningin Skattsvik Development er hluti af verkefni Borgarleikhússins sem kallast Umbúðalaust.BorgarleikhúsiðSkattsvik Development Group var sýnd fjórum sinnum um helgina fyrir fullu húsi. BorgarleikhúsiðLeikhópurinn Ást og karókí stendur á bak við sýninguna.BorgarleikhúsiðPlakat sýningarinnar.Borgarleikhúsið Meðlimir Ást og karókí: Adolf Smári Unnarsson hluthafi, Birnir Jón Sigurðsson, formaður stjórnar og hluthafi, Friðrik Margrétar- Guðmundsson hluthafi, Matthías Tryggvi Haraldsson hluthafi og Stefán Ingvar Vigfússon hluthafi. Höfundur: Skattsvik Development Group Limited, 57 Amiens Street, Dublin 1, IRELAND. Leikhús Borgarleikhúsið í beinni Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningunni Skattsvik Development Group er streymt beint hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Þetta er fyrsta beina streymið frá Borgarleikhúsinu á meðan á samkomubanninu stendur en leikhúsið ætlar að bjóða Íslendingum upp á þétta dagskrá næstu vikur. Í hádeginu á morgun mun Ólafur Egill Egilsson leikstjóri fjalla um sýningu sína, Bubbasöngleikinn Níu líf, ásamt því að fjalla um stjörnusýninguna Elly sem hann átti stóran hlut í. Í hádeginu á föstudaginn verða svo tónleikar með Bubba Morthens í beinni hér á Vísi og verður það vikulegur viðburður þar til samkomubanninu lýkur. Uppfært. Sýningunni er lokið. Fylgist með á Vísi til að sjá fleiri atburði Borgarleikhússins. Um sýninguna Skattsvik Development Group Sjálfstæði sviðslistahópurinn Ást og karóki hefur undanfarnar vikur starfað innan veggja Borgarleikhússins undir því yfirskyni að meðlimir hópsins séu að skapa nýja íslenska sýningu um skaðlega karlmennsku. Umfangsmikill gagnaleki sýnir að hópurinn hefur þess í stað grætt umtalsverðar fjárhæðir á því að svíkja undan skatti. Milljónir króna sem Borgarleikhúsið greiðir fyrir sýninguna enda í leynilegri bankabók í Sankti Lúsíu í krafti tvísköttunarsamninga, aflandsfélaga, meintrar ráðgjafaþjónustu í Panama og fyrirtækisins Skattsvik Development Group í Dublin. Sýningin Skattsvik Development er hluti af verkefni Borgarleikhússins sem kallast Umbúðalaust.BorgarleikhúsiðSkattsvik Development Group var sýnd fjórum sinnum um helgina fyrir fullu húsi. BorgarleikhúsiðLeikhópurinn Ást og karókí stendur á bak við sýninguna.BorgarleikhúsiðPlakat sýningarinnar.Borgarleikhúsið Meðlimir Ást og karókí: Adolf Smári Unnarsson hluthafi, Birnir Jón Sigurðsson, formaður stjórnar og hluthafi, Friðrik Margrétar- Guðmundsson hluthafi, Matthías Tryggvi Haraldsson hluthafi og Stefán Ingvar Vigfússon hluthafi. Höfundur: Skattsvik Development Group Limited, 57 Amiens Street, Dublin 1, IRELAND.
Leikhús Borgarleikhúsið í beinni Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira