Nú herðir að starfsemi hótela og gistihúsa á landinu og hefur eigandi Center-hótela til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Kristófer Oliversson, eigandi Center-hótela, segist hafa þurft að færa fólk úr gestamóttöku og setja upp sérstaka bókunardeild til að geta haft undan við að taka á móti afbókunum erlendis frá.
Svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu.
KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar er að sameina rekstur fleiri hótela í borginni, svo dæmi sé tekið.