Arnar Péturs og faðir hans bera sig vel með kórónuveiruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 16:18 Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hrósar framlínunni í almannavörnum í hástert. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, er greindur með covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Arnar greinir frá þessu á Facebook og segir að bæði honum og föður hans, sem sömuleiðis er með sjúkdóminn, heilsist vel. Aðrir í fjölskyldunni séu veirulausir en í sóttkví. Arnar og faðir hans eru tveir af 250 sem hafa verið greindir með veiruna. Hann segist munu verða í einangrun heima hjá sér út mars. Feðgarnir hafa það fínt „Ég hef það fínt og er það heppinn að veiran fer ágætlega með mig. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu og sinni vinnu hér heima eins og hægt er.“ Arnar segist hafa orðið var við ótta í sínu nærsamfélagi. Það skilji hann vel. „Það er afar eðlilegt að við óttumst ástandið og afleiðingar þess en eftir að hafa fylgst með framvarðarsveitinni í töluverðan tíma á daglegum fundum, og nú fengið að kynnast fólkinu á bak við tjöldin, er ég mikið rólegri.“ Það hreinilega rigni yfir hann símtölum frá þessu fólki. „Ég er búinn að fá símtöl frá þremur læknum, þremur hjúkrunarfræðingum og tveimur lögreglumönnum ásamt því að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við rakningateymið. Vissulega eru þau að kanna stöðuna á mér heilsufarslega en aðallega eru þau að reyna að rekja smitleiðir og koma í veg fyrir að smit berist áfram. Það er hersveit af sérfræðingum að reyna að finna út úr því hvar ég hafi smitast og það er hersveit að vinna í því að smitið berist ekki áfram m.a.með því að setja mig í einangrun, og þá sem ég hef verið í samskiptum við á ákveðnum tíma í sóttkví.“ Trúir að fljótlega birti til Arnar lýsir teyminu sem ótrúlega öflugu sem vinni af þvílíkri fagmennsku og einurð. „Það er ekki þannig að einhver sem hitti einhvern sem hitti mig í seinustu viku þurfi að hætta sinni daglegu rútínu og fara í sóttkví. Það er ekki þannig að vinir vina minna þurfi að hætta að umgangast vini sína sem hittu mig. Foreldrar barna sem eru vinir barna vina minna, hvort sem vinir mínir eru í sóttkví eða ekki, þurfa ekki að grípa til neinna annarra ráðstafana en mælt er með hér, sem eru þær sömu og allir aðrir eiga að fylgja - https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit.“ Teymið á bak við tjöldin sjái um þetta og setji þá í sóttkví sem það telji þurfa í sóttkví, aðra ekki. „Höldum áfram að fara varlega og förum eftir ráðleggingum sérfræðinganna og hlustum á það sem frá þeim kemur. Ég trúi að þá birti fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira