Bob Dylan gefur út sitt fyrsta lag í átta ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 08:23 Bob Dylan á tónleikum í Hyde Park í London á síðasta ári. Vísir/Getty Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“