Margir einmana í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2020 15:50 Í Bandaríkjunum eru mun fleiri karlmenn sem segjast einmana í vinnunni í samanburði við konur. Erlendar rannsóknir frá árinu 2019 benda til þess að einstaklingum fari fjölgandi sem upplifi einmanaleika í vinnunni. Vísir/Getty Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að þeim fari fjölgandi sem upplifa sig einmana í vinnunni. Þannig sýna niðurstöður rannsókna bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi að fleiri segjast einmana í vinnunni nú en áður og þá ekki síst fólk sem er yngra en fertugt. Rannsóknirnar sem hér er vísað í voru gerðar fyrir tíma kórónuveiru og aukinnar fjarvinnu. Samkvæmt niðurstöðum má þó sjá að einmanaleiki er hjá fleirum í fjarvinnu í samanburði við einmana fólk sem starfar á vinnustöðunum sjálfum. Margir ólíkir þættir virðast liggja til skýringar. Til dæmis nefnir fólk það sem skýringu að það eigi ekki eiga nógu margt sameiginlegt með vinnufélögum, aldursmunur á milli vinnufélaga er of mikill eða að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Þá segja stjórnendur að viðmót fólks hafi breyst gagnvart þeim, eftir að þeir hlutu stöðuhækkun. Mismunandi er hvaða atriði eru mæld í rannsóknum. Hér er því hlaupið á megin niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar, árið 2019. Bandaríkin: Fleiri karlmenn en konur einmana í vinnunni Í Bandaríkjunum er árleg rannsókn um einmanaleika fólks í vinnu framkvæmd af Cicna. Árið 2019 voru þátttakendur í rannsókninni 10.441 einstaklingar og voru niðurstöðurnar birtar þann 23.janúar síðastliðinn. Fleiri karlmenn en konur segjast einmana í vinnunni nú en áður því á árinu 2018 var enginn mælanlegur munur á milli kynja. Í niðurstöðum ársins 2019 sögðust hins vegar 41% karlmanna upplifa einmanaleika í vinnunni í samanburði við 29% kvenna. Um þriðjungur karlmanna, eða 32%, segja skýringuna vera að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Sama hlutfall hjá konum sem segja þetta helstu skýringu einmanaleikans er 23%. Sá aldurshópur sem segist hvað mest einmana er fólk sem er fætt eftir 1995. Tæplega helmingur þeirra, eða 49,9%, segjast upplifa einmanaleika í vinnunni. Fólk sem fæddist á árunum 1980-1994 mælist næstmest hvað viðkemur einmanaleika í vinnu, en í þeim hópi segjast 47,7% upplifa einmanaleika í vinnunni. Einmana starfsfólk mælist flest í skemmanabransanum annars vegar og umönnunarstörfum hins vegar. Í umfjöllun Forbes um niðurstöðurnar segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, Dr. Doug Nemecek, að skýringin á þessu kunni að vera sú að fólk í þessum störfum hefur oft lítið færi á að bindast öðru starfsfólki nánum vinaböndum. Bretland: Stjórnendur ekkert síður einmana Meira en helmingur Breta segist stundum upplifa einmanaleika í vinnunni, eða 53,6%. Fjórir af hverjum tíu sem segja skýringuna vera að þeir eigi ekkert sameiginlegt með vinnufélögum sínum. Þá sögðu 26,5% skýringuna vera að þeir ættu ekki góða vini í vinnunni og 21,7% sögðu samstarfsfélagana vera mun yngri en þeir sjálfir. Aðrar skýringar voru til dæmis þær að fólk fyndist einmanalegt að borða aleitt í hádeginu, að samstarfsfélagarnir væru eldri en þeir sjálfir (11,1%) eða að þeim væri ekki boðið í vinnustaðapartí. Tveir þriðju fólks á aldrinum 35-44 ára segist stundum upplifa sig einmana í vinnu, eða 66,5%. Næst á eftir mælist aldurshópurinn 18-24 ára (54,8%) og því næst aldurshópurinn 45-54 ára (47,4%). Einn af hverjum fjórum stjórnendum í eldri aldurshópum segist einmana í vinnunni og tæplega 41% þessara stjórnenda segir að viðmót fólks til þeirra hafi breyst eftir að þeir fengu stöðuhækkun. Þá segja 56,8% eldri stjórnenda að vinnan hafi bitnað á fjölskyldulífinu sem 54,7% segja að hafi ekki verið þess virði. Fleiri konur segjast hafa misst vinkonur í kjölfar þess að hafa fengið stöðuhækkun, eða 24,1% til samanburðar við 10,3% karlmanna. Um tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni í Bretlandi og voru niðurstöður hennar birtar í nóvember á síðasta ári. Fólk meira einmana í fjarvinnu Í ofangreindri rannsókn frá Bandaríkjunum má sjá að einmanaleiki mælist meiri í fjarvinnu en á vinnustöðum. Þannig sögðust 53% aðspurðra upplifa einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við 48% þeirra sem starfa á vinnustaðnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sundurliðun á svörum þar sem spurt er um upplifun á einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við á vinnustaðnum. Spurt er um upplifun á einangrun annars vegar en skort á félagsskap hins vegar.Bretland: Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að þeim fari fjölgandi sem upplifa sig einmana í vinnunni. Þannig sýna niðurstöður rannsókna bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi að fleiri segjast einmana í vinnunni nú en áður og þá ekki síst fólk sem er yngra en fertugt. Rannsóknirnar sem hér er vísað í voru gerðar fyrir tíma kórónuveiru og aukinnar fjarvinnu. Samkvæmt niðurstöðum má þó sjá að einmanaleiki er hjá fleirum í fjarvinnu í samanburði við einmana fólk sem starfar á vinnustöðunum sjálfum. Margir ólíkir þættir virðast liggja til skýringar. Til dæmis nefnir fólk það sem skýringu að það eigi ekki eiga nógu margt sameiginlegt með vinnufélögum, aldursmunur á milli vinnufélaga er of mikill eða að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Þá segja stjórnendur að viðmót fólks hafi breyst gagnvart þeim, eftir að þeir hlutu stöðuhækkun. Mismunandi er hvaða atriði eru mæld í rannsóknum. Hér er því hlaupið á megin niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru í Bandaríkjunum annars vegar og Bretlandi hins vegar, árið 2019. Bandaríkin: Fleiri karlmenn en konur einmana í vinnunni Í Bandaríkjunum er árleg rannsókn um einmanaleika fólks í vinnu framkvæmd af Cicna. Árið 2019 voru þátttakendur í rannsókninni 10.441 einstaklingar og voru niðurstöðurnar birtar þann 23.janúar síðastliðinn. Fleiri karlmenn en konur segjast einmana í vinnunni nú en áður því á árinu 2018 var enginn mælanlegur munur á milli kynja. Í niðurstöðum ársins 2019 sögðust hins vegar 41% karlmanna upplifa einmanaleika í vinnunni í samanburði við 29% kvenna. Um þriðjungur karlmanna, eða 32%, segja skýringuna vera að vinnufélagarnir eru ekki til staðar þegar álagið er hvað mest. Sama hlutfall hjá konum sem segja þetta helstu skýringu einmanaleikans er 23%. Sá aldurshópur sem segist hvað mest einmana er fólk sem er fætt eftir 1995. Tæplega helmingur þeirra, eða 49,9%, segjast upplifa einmanaleika í vinnunni. Fólk sem fæddist á árunum 1980-1994 mælist næstmest hvað viðkemur einmanaleika í vinnu, en í þeim hópi segjast 47,7% upplifa einmanaleika í vinnunni. Einmana starfsfólk mælist flest í skemmanabransanum annars vegar og umönnunarstörfum hins vegar. Í umfjöllun Forbes um niðurstöðurnar segir einn forsvarsmanna rannsóknarinnar, Dr. Doug Nemecek, að skýringin á þessu kunni að vera sú að fólk í þessum störfum hefur oft lítið færi á að bindast öðru starfsfólki nánum vinaböndum. Bretland: Stjórnendur ekkert síður einmana Meira en helmingur Breta segist stundum upplifa einmanaleika í vinnunni, eða 53,6%. Fjórir af hverjum tíu sem segja skýringuna vera að þeir eigi ekkert sameiginlegt með vinnufélögum sínum. Þá sögðu 26,5% skýringuna vera að þeir ættu ekki góða vini í vinnunni og 21,7% sögðu samstarfsfélagana vera mun yngri en þeir sjálfir. Aðrar skýringar voru til dæmis þær að fólk fyndist einmanalegt að borða aleitt í hádeginu, að samstarfsfélagarnir væru eldri en þeir sjálfir (11,1%) eða að þeim væri ekki boðið í vinnustaðapartí. Tveir þriðju fólks á aldrinum 35-44 ára segist stundum upplifa sig einmana í vinnu, eða 66,5%. Næst á eftir mælist aldurshópurinn 18-24 ára (54,8%) og því næst aldurshópurinn 45-54 ára (47,4%). Einn af hverjum fjórum stjórnendum í eldri aldurshópum segist einmana í vinnunni og tæplega 41% þessara stjórnenda segir að viðmót fólks til þeirra hafi breyst eftir að þeir fengu stöðuhækkun. Þá segja 56,8% eldri stjórnenda að vinnan hafi bitnað á fjölskyldulífinu sem 54,7% segja að hafi ekki verið þess virði. Fleiri konur segjast hafa misst vinkonur í kjölfar þess að hafa fengið stöðuhækkun, eða 24,1% til samanburðar við 10,3% karlmanna. Um tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni í Bretlandi og voru niðurstöður hennar birtar í nóvember á síðasta ári. Fólk meira einmana í fjarvinnu Í ofangreindri rannsókn frá Bandaríkjunum má sjá að einmanaleiki mælist meiri í fjarvinnu en á vinnustöðum. Þannig sögðust 53% aðspurðra upplifa einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við 48% þeirra sem starfa á vinnustaðnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sundurliðun á svörum þar sem spurt er um upplifun á einmanaleika í fjarvinnu til samanburðar við á vinnustaðnum. Spurt er um upplifun á einangrun annars vegar en skort á félagsskap hins vegar.Bretland:
Fjarvinna Vinnumarkaður Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira