Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 31. mars 2020 09:00 Einar Jónsson var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. skjáskot/s2s Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. Einar var gestur Seinni bylgjunnar í gærkvöldi þar sem rætt var um málefni líðandi stundar í handboltanum og þar var mál ÍR efst á baugi en þeir tilkynntu á dögunum að vegna fjárhagsörðugleika yrði kvennalið félagsins lagt niður. „Utan frá séð finnst mér þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og mér finnst bara verið að gefa skít í kvennaboltann upp í Breiðholti. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið sem þeir leggja niður kvennaliðið á meðan karlaliðið hefur verið keyrandi,“ sagði Einar sem var mikið niðri fyrir. „ÍR kvenna er búið að eiga fullt, fullt af góðum handboltakonum. Ég held að flestar þeirra hafi ekki náð að spila meistaraflokksleiki sem er glórulaust. Hrafnhildur Skúladóttir og þær systurnar eru allar aldar þarna upp, Jóna Margrét og fleiri, fleiri. Nú nýverið Brynhildur í Stjörnunni og Sólveig Lára í KA/Þór.“ „Það hafa alltaf verið góðir leikmenn að koma þarna upp og greinilega er að þeir eru að gera eitthvað rétt varðandi barna- og unglingastarfið sitt. Svo virðist þeir ekki að ná stiga þetta skref varðandi meistaraflokkinn. Ég hef ekki trú á því að reksturinn á meistaraflokki kvenna hjá ÍR hafi verið vandamálið varðandi fjárhaginn.“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var einnig í settinu í gær og tjáði sig einnig um málið. „Ég myndi halda að það lið hafi verið skynsamlega rekið. Þær eru búnar að standa sig fínt í Grill-deildinni og Kristinn hefur verið að gera fína hluti með liðið. Mér fannst þetta skref aftur á bak og það er verið að tala um að þetta séu ungar stelpur en það er bara oft raunin í kvennaboltanum.“ „Leikmenn byrja fyrr að spila með meistaraflokki og þær eru í Grill-deildinni. U-liðin eru mikið í þessari deild og þar eru mikið af stelpum í 3. og 4. flokki hjá öðrum liðum.“ Innslagið má sjá hér að neðan þar sem er farið nánar ofan í kjölinn á þessu máli. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um kvennalið ÍR Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni