„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 16:05 Ásgeir Örn niðurlútur eftir tapið fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna 2012. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira