„Hefðum átt að vinna gull á Ólympíuleikunum 2012“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 16:05 Ásgeir Örn niðurlútur eftir tapið fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslit Ólympíuleikanna 2012. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að íslenska karlalandsliðið í handbolta hefði átt að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London. Ásgeir Örn var gestur Sportsins í dag. Þar greindi hann frá því að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann fór yfir ferilinn með Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Birgi Gunnarssyni, m.a. blómaskeið íslenska landsliðsins. „Það skemmtilegasta á ferlinum voru þessi ár með landsliðinu, svona 2007-12, þegar við vorum bestir. Þetta var ógeðslega gaman, hópurinn var ógeðslega þéttur, við vorum með góðan þjálfara og menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM 2010. Ásgeir Örn segir að Ísland hefði átt að bæta gulli í safnið á Ólympíuleikunum 2012. Íslenska liðið vann alla leiki sína í riðlakeppninni, þ.á.m. gegn Frakklandi og Svíþjóð sem léku til úrslita, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Ungverjalandi í 8-liða úrslitum. „Við hefðum átt að vinna gull 2012. Þá vorum við ógeðslega góðir og manni fannst allt vera að smella. Við töpuðum ekki leik í riðlakeppninni og þetta mót svíður. Við ætluðum okkur svo mikið og manni fannst við eiga svo mikið inni. Það var svo mikil synd að þetta hafi farið svona,“ sagði Ásgeir Örn. Markmiðið fyrir Ólympíuleikana í London var allt frá byrjun mjög skýrt; að koma heim með gullpening um hálsinn. „Það var klárt og útgefið. Eins og Óli var búinn að segja svo oft þá klikkuðum við á því að setja lit á medalíuna síðast en við klikkuðum ekki á því þarna. Þetta var allt að ganga upp. Þarna var Aron Pálmarsson kominn inn í liðið og Óli og gamli kjarninn enn góður og skila sínu. Breiddin var meiri og jafnvægið milli vængjanna meira,“ sagði Ásgeir Örn. Hafnfirðingurinn lék alls 247 landsleiki á árunum 2003-18 og fór á sextán stórmót. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið á fleiri. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Íslenski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira