Staðnaði í Bandaríkjunum því þjálfarinn var meiri umboðsmaður en þjálfari Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 20:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir segir að hún dýrki Bandaríkin en segir tíma sinn í háskólagolfinu þar ekki hafa verið besta tíma ferilsins þar sem þjálfari skólans var meiri umboðsmaður en þjálfari. Valdís var gestur í Sportinu í dag en hún hefur keppt á mótum víðast hvar um heiminn undanfarin ár. Hún fór einnig víða um völl í Sportinu í dag og ræddi þar á meðal um tíma sinn í Texas State háskólanum en hún útskrifaðist þaðan 2013. „Ég dýrka Texas. Mér finnst það geggjað. Allir kalla þig frú og halda hurðinni opinni og svo tók maður upp þessa siði sem þau voru með,“ sagði Valdís Þóra í dag. „Ég hafði mjög gaman af því að búa í Bandaríkjunum. Ég eignaðist marga góða vini þar. Ég var mjög hrifinn af bandarísku samfélagi en þetta er svo stórt og mikið. Texas á að vera stærra og betra en allt eins og þeir vita sem hafa farið til Texas. Ég dýrka Bandaríkin en á sama tíma er ég svona: þið eruð svo lítið klikkuð þjóð.“ Klippa: Sportið í dag - Valdís Þóra um tímann sinn í háskólanum Fleiri kylfingar hafa nú á síðustu árum valið að fara sömu leið og Valdís fór en mælir hún með því? „Já og nei. Þetta er rosalega gott fyrir þig að flytja út og þú flytur ein með ferðatösku og golfsett. Þú ert ekki með neitt bakland og þú þroskast rosalega. Golflega séð fannst mér ég persónulega staðna því þjálfarinn sem var í skólanum mínum var ekki þjálfari heldur meira eins og umboðsmaður fyrir liðið. Hann var góður að fá góða spilara í liðið og vorum með mjög gott lið. Hann var góður að koma okkur inn í góð mót en hann gat ekki hjálpað okkur neitt tæknilega séð.“ Hún segir að þjálfarinn hafi síðar meir beðið hana afsökunar. „Við rifumst ekki en ég er með réttlætiskennd og ef að mér finnst ekki rétt farið að málunum þá læt ég heyra í mér. Honum líkaði það ekki. Hann bað mig reyndar afsökunar eftir að ég útskrifaðist hvað hann hafi verið leiðinlegur við mig.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Golf Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir segir að hún dýrki Bandaríkin en segir tíma sinn í háskólagolfinu þar ekki hafa verið besta tíma ferilsins þar sem þjálfari skólans var meiri umboðsmaður en þjálfari. Valdís var gestur í Sportinu í dag en hún hefur keppt á mótum víðast hvar um heiminn undanfarin ár. Hún fór einnig víða um völl í Sportinu í dag og ræddi þar á meðal um tíma sinn í Texas State háskólanum en hún útskrifaðist þaðan 2013. „Ég dýrka Texas. Mér finnst það geggjað. Allir kalla þig frú og halda hurðinni opinni og svo tók maður upp þessa siði sem þau voru með,“ sagði Valdís Þóra í dag. „Ég hafði mjög gaman af því að búa í Bandaríkjunum. Ég eignaðist marga góða vini þar. Ég var mjög hrifinn af bandarísku samfélagi en þetta er svo stórt og mikið. Texas á að vera stærra og betra en allt eins og þeir vita sem hafa farið til Texas. Ég dýrka Bandaríkin en á sama tíma er ég svona: þið eruð svo lítið klikkuð þjóð.“ Klippa: Sportið í dag - Valdís Þóra um tímann sinn í háskólanum Fleiri kylfingar hafa nú á síðustu árum valið að fara sömu leið og Valdís fór en mælir hún með því? „Já og nei. Þetta er rosalega gott fyrir þig að flytja út og þú flytur ein með ferðatösku og golfsett. Þú ert ekki með neitt bakland og þú þroskast rosalega. Golflega séð fannst mér ég persónulega staðna því þjálfarinn sem var í skólanum mínum var ekki þjálfari heldur meira eins og umboðsmaður fyrir liðið. Hann var góður að fá góða spilara í liðið og vorum með mjög gott lið. Hann var góður að koma okkur inn í góð mót en hann gat ekki hjálpað okkur neitt tæknilega séð.“ Hún segir að þjálfarinn hafi síðar meir beðið hana afsökunar. „Við rifumst ekki en ég er með réttlætiskennd og ef að mér finnst ekki rétt farið að málunum þá læt ég heyra í mér. Honum líkaði það ekki. Hann bað mig reyndar afsökunar eftir að ég útskrifaðist hvað hann hafi verið leiðinlegur við mig.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti