Var í fýlu út í Óla Stef í viku en segir að áritunin eigi vel við í dag Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 21:00 Bjarki Már Elísson í viðtalinu í dag í búningnum fræga. vísir/s2s Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Handboltamaðurinn Bjarki Már Elísson er léttur og skemmtilegur yfirleitt í viðtölum. Hann var í viðtali í Sportinu í dag en Bjarki Már var á dögunum krýndur markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar. Bjarki Már sem spilar með Lemgo var efstur með 216 mörk, fjórtán á undan Hans Lindberg, er deildin var blásin af. Lemgo var í 10. sæti deildarinnar en Bjarki bíður nú eftir markakóngstitlinum í pósti. Hann var í treyju frá AG Kaupmannahöfn í viðtalinu í dag en Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku meðal annars með liðinu áður en það varð gjaldþrota. Hver er sagan á bakvið búninginn? „Þetta er góð saga. Nú er ég að reyna láta eins og ég hafi ekki vitað að þú ætlaðir að spyrja mig að þessu,“ sagði Bjarki Már glaður í bragði. Klippa: Sportið í dag - Bjarki Már fékk áritun frá Óla Stef „Þetta er AG Kaupmannahöfn. Ég var í menningarferð í Köben 2012. Ég fór á úrslitaleik AG og Bjerringbro/Silkeborg með tveimur félögum mínum. Á einhvern óskiljanlegan hátt þá náðum við að koma okkur niður í klefa hjá AG sem er sennilega næst stærsta afrekið á ferlinum fyrir utan þennan markakóngstitil sem ég var að vinna.“ „Ég var að láta gaurana skrifa á bolinn í liðinu og svo kom að Óla Stef. Hann sagði svona: Ertu tilbúinn? Ég sagði honum bara skrifa nafnið og þá væri þetta búið. Þá skrifaði hann: Things turn out best for the people who make the best of the way things turn out.“ „Ég var í fýlu út í hann í svona viku því ég vildi ekki að hann myndi skrifa svona mikið á bolinn en þetta á vel við tíðarandann og fólk á að hugsa svona í dag og spila vel úr spilunum,“ sagði Bjarki í léttum tón. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira