Súrt tap gerði Valdísi Þóru staðráðna í að verða enn betri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 13:00 Valdís Þóra var einnig liðtæk í fótbolta á sínum yngri árum. Hún sér þó eflaust ekki eftir því að hafa valið golf. Mark Runnacles/Getty Images Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir mætti í settið hjá Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Byrgi Gunnarssyni í Sportið í dag, í gær. Þar sagði hún meðal annars frá því að hún hafi valið golf fram yfir fótbolta og hvernig það kom til. Kjartan Atli bað Valdísi að ræða hvernig það væri að vera í háskóla í Bandaríkjunum og hvað væri gott við að fara í gegnum nám þar í landi. Valdís kom þá inn á að hún hefði einnig æft fótbolta. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Ég var í fótbolta líka og ástæðan fyrir að ég byrjaði virkilega að æfa mig í golfi var að ég tapaði Íslandsmeistaratitli, þrettán ára, í bráðabana. Þetta var fyrsta Íslandsmótið mitt, aldrei farið áður. Ég var svo staðráðin í því að ég ætlaði aldrei að tapa aftur fyrir þessari stelpu að restina af sumrinu var ég bara upp á golfvelli.“ „Og ég tapaði ekki fyrir henni aftur,“ sagði Valdís Þóra og hló. „Ég byrjaði að æfa mig meira á þessum tíma og var rosa mikið upp á golfvelli á sumrin. Var að vinna í unglingavinnunni, fór heim að skipta um föt og upp á golfvöll, fór heim að skipta um föt á fótboltaæfingu og fór svo aftur upp á golfvöll. Var þar langt fram á kvöld og svo mætt í vinnu klukkan sjö á morgnana.“ „Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur, sérstaklega þegar ég var yngri. Núna er ég búin að finna gullna meðalveginn fyrir mig. Hversu mikið vil ég æfa, þetta er náttúrulega vinnan mín. Maður þarf að passa sig að æfa nægilega mikið til að bæta sig en passa sig að æfa ekki of mikið að maður verði þreyttur þegar kemur í mót,“ segir Valdís að lokum. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum þegar Valdís Þóra fer yfir hvernig golfið hafði betur gegn fótboltanum og þetta tap sem virðist hafa gert hana staðráðna í að verða betri í golfi. Í þættinum ræddi Valdís Þóra einnig samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún segir venjulega nákvæmlega það sem henni finnst. Þá ræddi hún einnig þegar maður bað um hönd hennar í hjónaband, ætlaði hann að gefa henni tvö kameldýr fyrir ómakið. Klippa: Valdís Þóra valdi golf frekar en fótbolta Golf Sportið í dag Tengdar fréttir Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00 Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir mætti í settið hjá Kjartani Atla Kjartanssyni og Henry Byrgi Gunnarssyni í Sportið í dag, í gær. Þar sagði hún meðal annars frá því að hún hafi valið golf fram yfir fótbolta og hvernig það kom til. Kjartan Atli bað Valdísi að ræða hvernig það væri að vera í háskóla í Bandaríkjunum og hvað væri gott við að fara í gegnum nám þar í landi. Valdís kom þá inn á að hún hefði einnig æft fótbolta. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. „Ég var í fótbolta líka og ástæðan fyrir að ég byrjaði virkilega að æfa mig í golfi var að ég tapaði Íslandsmeistaratitli, þrettán ára, í bráðabana. Þetta var fyrsta Íslandsmótið mitt, aldrei farið áður. Ég var svo staðráðin í því að ég ætlaði aldrei að tapa aftur fyrir þessari stelpu að restina af sumrinu var ég bara upp á golfvelli.“ „Og ég tapaði ekki fyrir henni aftur,“ sagði Valdís Þóra og hló. „Ég byrjaði að æfa mig meira á þessum tíma og var rosa mikið upp á golfvelli á sumrin. Var að vinna í unglingavinnunni, fór heim að skipta um föt og upp á golfvöll, fór heim að skipta um föt á fótboltaæfingu og fór svo aftur upp á golfvöll. Var þar langt fram á kvöld og svo mætt í vinnu klukkan sjö á morgnana.“ „Ég er búin að æfa eins og brjálæðingur, sérstaklega þegar ég var yngri. Núna er ég búin að finna gullna meðalveginn fyrir mig. Hversu mikið vil ég æfa, þetta er náttúrulega vinnan mín. Maður þarf að passa sig að æfa nægilega mikið til að bæta sig en passa sig að æfa ekki of mikið að maður verði þreyttur þegar kemur í mót,“ segir Valdís að lokum. Hér að neðan má sjá klippu úr þættinum þegar Valdís Þóra fer yfir hvernig golfið hafði betur gegn fótboltanum og þetta tap sem virðist hafa gert hana staðráðna í að verða betri í golfi. Í þættinum ræddi Valdís Þóra einnig samfélagsmiðilinn Twitter þar sem hún segir venjulega nákvæmlega það sem henni finnst. Þá ræddi hún einnig þegar maður bað um hönd hennar í hjónaband, ætlaði hann að gefa henni tvö kameldýr fyrir ómakið. Klippa: Valdís Þóra valdi golf frekar en fótbolta
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Golf Sportið í dag Tengdar fréttir Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00 Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Einn hressasti Twitter-notandi landsins skoðaði gamlar færslur Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur er ekki bara góð í golfi heldur virðist hún einnig vera afskaplega hreinskilin. Það má meðal annars sjá á Twitter síðu hennar. 22. apríl 2020 23:00
Bauð Valdísi Þóru tvö kameldýr fyrir að giftast sér Valdís Þóra Jónsdóttir sagði frá skemmtilegri uppákomu í Sportinu í dag. 22. apríl 2020 15:47
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti