Skrattakollurinn Karl Torsten Stallborn setti saman fullorðins föstudagslagalista sem fer um víðan völl.
Kalli er frontmaður óþokkarokksveitarinnar Skratta, sem von er á nýrri plötu frá á næstunni og Kalli segir vera að fara á fullt skrið. Áður spilaði hann með harðkjarnarokksveitinni Muck.
Þar að auki vinnur Kalli stíft að listsköpun sinni. „Teikna og mála,“ eins og hann orðar það. Það má fylgjast með öllu slíku á Instagram síðu hans.
Hér að neðan má hlusta á feel-fine föstudagsplaylista Kalla.