Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.
Í kvöld klukkan 20.30 munu Garðar Borgþórsson og Rakel Björk Björnsdóttir taka yfir Stóra sviðið. Þau ætla að taka nokkur klassísk Bubbalög með sínu nefi í beinni útsendingu en Rakel fer einmitt með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf.