Sögulegar kvikmyndir nú aðgengilegar á nýjum vef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði vefinn á dögunum. Stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira