Toyota og Lexus hafa selt 15 milljónir tvinnbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. maí 2020 07:00 Toyota Prius Plug-In-Hybrid árgerð 2017. Árið 1997 kynnti Toyota Prius fyrst til sögunnar. Það var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn. Nú hefur Toyota selt 15 milljónir tvinnbíla. Það tók 12 ár að selja fyrstu tvær milljónirnar, eða þangað til í ágúst 2009. Í mars 2013 voru þær orðnar 5 milljónirnar. Eintökin voru orðin 10 milljónir árið 2017 og nú loks 15 milljónir, frá og með janúar á þessu ári. Hugmyndin að baki tvinn-tækni Toyota er sú sama og hún var árið 1997. Kerfin hafa verið bætt og efld til muna í gegnum árin. Prius er ekki lengur eini tvinnbíllinn, tvinn-kerfin hafa verið sett í allt frá hlaðbökum og yfir í jepplinga og jafnvel sportbíla. Rúmlega 2,8 milljónir af þessum 15 eru bílar í Evrópu. Á síðasta ári voru 52% bíla seldra í Evrópu tvinnbílar. Hlutfallið var 63% í Vestur-Evrópu, þar sem mengunarstaðlar eru hvað strangastir í heiminum. Vistvænir bílar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent
Árið 1997 kynnti Toyota Prius fyrst til sögunnar. Það var fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn. Nú hefur Toyota selt 15 milljónir tvinnbíla. Það tók 12 ár að selja fyrstu tvær milljónirnar, eða þangað til í ágúst 2009. Í mars 2013 voru þær orðnar 5 milljónirnar. Eintökin voru orðin 10 milljónir árið 2017 og nú loks 15 milljónir, frá og með janúar á þessu ári. Hugmyndin að baki tvinn-tækni Toyota er sú sama og hún var árið 1997. Kerfin hafa verið bætt og efld til muna í gegnum árin. Prius er ekki lengur eini tvinnbíllinn, tvinn-kerfin hafa verið sett í allt frá hlaðbökum og yfir í jepplinga og jafnvel sportbíla. Rúmlega 2,8 milljónir af þessum 15 eru bílar í Evrópu. Á síðasta ári voru 52% bíla seldra í Evrópu tvinnbílar. Hlutfallið var 63% í Vestur-Evrópu, þar sem mengunarstaðlar eru hvað strangastir í heiminum.
Vistvænir bílar Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent