Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 10:00 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri hafa þurft að berjast fyrir því undarnfarnar vikur að sjá til þess að ÍR verði áfram með kvennalið í handbolta á næstu leiktíð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57