Fyrirtæki illa undir kreppu búin: Mat á stjórnendum og starfsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. maí 2020 09:00 Hversu vel er fyrirtækið þitt undir það búið að takast á við komandi kreppu og samdráttarskeið? Vísir/Getty Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf. Stjórnun Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kjölfar bankahruns voru ýmsar rannsóknir framkvæmdar um þá eiginleika sem best nýttust hjá stjórnendum og starfsfólki sem náðu að sigla fyrirtækjum í gegnum þá kreppu. Laust fyrir síðustu áramót voru síðan kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem viðfangsefnið var að meta hversu vel eða illa, stjórnendur og starfsfólk væru í stakk búnir til að takast á við næstu kreppu. Niðurstöður sýndu að um helmingur stjórnenda og starfsfólks hefðu ekki það sem til þyrfti. Rannsóknin var framkvæmd af fyrirtækinu VitalSmarts í Bandaríkjunum, en það fyrirtæki sérhæfir sig í fyrirtækjaþjálfun og þróun á leiðtogafærni. Einn helsti forsvarsmaður VitalSmarts er David Maxfield, höfundur metsölubókanna Crucial Accountability, Influencer og Change Anything og ráðgjafi fyrir Fortune 500. Í úrtaki rannsóknarinnarvoru 1080 starfsmenn, bæði stjórnendur og starfsfólk. Samkvæmt niðurstöðum töldu stjórnendur að 47% starfsfólks þeirra hefði ekki getu til að takast á við niðursveiflu. Þá töldu 52% stjórnenda að starfsfólk þeirra hefði ekki mikla hæfni til að taka þátt í raunhæfum ákvarðanatökum um aðgerðir sem tryggja ættu að fyrirtækið myndi lifa af kreppu. Stjórnendur höfðu hins vegar minni áhyggjur af því að starfsfólk næði ekki að auka við framleiðni sína í starfi. Að sama skapi hafði starfsfólk ekki mikla trú á stjórnendum sínum. Þannig sögðust 52% starfsfólks ekki hafa trú á því að þeirra stjórnendur hefði það sem til þyrfti til að takast vel á við kreppu og aðeins 7,3% starfsfólks hafði trú á því að æðsti stjórnandi fyrirtækisins hefði leiðtogafærni til þess að gera áætlanir, miðla upplýsingum eða leiða áfram nauðsynlegar breytingar til þess að koma fyrirtækinu í gegnum kreppu. Mikilvægustu fimm styrkleikaþættirnir En hvaða styrkleika þurfa stjórnendur og starfsfólk að búa yfir til að koma fyrirtækjunum þeirra í gegnum kreppu? Í viðtali við Business Insider segir Maxfield að til þess að kalla fram þessar niðurstöður, hefði verið horft á þá fimm þætti sem kreppan í kjölfar bankahruns sýndi að hefðu skipt hvað mestu máli. Þessi fimm atriði eru: «Samskipti: Hversu opin eru þau, hversu líklegt/ólíklegt er að starfsfólk tjái sig, hversu einfaldar eða hraðar eru boðleiðir o.fl. «Sveigjanleiki: Hversu vel í stakk búin eru stjórnendur og starfsfólk til að taka hratt upp nýtt og skilvirkara verklag, hversu hratt er fólk tilbúið til að láta af viðjum vanans fyrir eitthvað nýtt og öðruvísi. «Framleiðni: Hversu líklegt er að stjórnendum og starfsfólki takist að auka á sína eigin framleiðni í starfi í kjölfar hagræðingaaðgerða og niðurskurðar. «Þrautseigja: Fyrir lágu upplýsingar um að algeng mistök stjórnenda í samdrætti væri að boða aðgerðir en ná síðan ekki að fylgja áformum alveg eftir. Því var kannað hversu líklegt stjórnendur og starfsfólk væri til þess að fylgja eftir áformum. «Leiðtogafærni: Hversu mikla hæfni hafa æðstu stjórnendur í því að fá fólk og teymi til að þétta raðirnar og beina sjónum sínum á nýjar brautir ef þess þarf.
Stjórnun Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira