Már og Iva gefa út reggí-útgáfu af lagi Ragga Bjarna Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2020 19:01 Már og Íva heimsóttu Hvata á Bylgjunni í dag. Vísir „Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona. Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég horfði á fallega minningaþáttinn um Ragnar heitinn Bjarnason og þá var þetta lag sungið svo ofboðslega fallega. Ég hafði heyrt það margoft en það sat svo í mér,“ sagði Keflvíkingurinn Már Gunnarsson sem ásamt Ivu Adrichem hefur endurgert frægt lag Ragnars Bjarnasonar eftir ljóði Steins Steinarrs, Barn. Már og Iva voru gestir í útvarpsþættinum Helgin með Hvata á Bylgjunni í dag. „Mig langaði til að gera eitthvað aðeins öðruvísi og þá datt mér í hug að gefa út lagið Barn í reggí-útgáfu. Ég hafði samband við Ivu en við höfum verið góðir vinir í fjölmörg ár,“ segir Már. „Þetta lag er bara fallegt út í eitt,“ segir Már sem ásamt því að vera öflugur tónlistarmaður er einnig afreksmaður í sundi. „Laglína, texti og boðskapur.“ Iva sem þekktust er fyrir þátttöku í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Oculis Videre segir „algjöra fagmenn“ hafa komið að gerð lagsins. Myndbandið við lagið, sem má sjá hér að neðan, var gert af Hilmari Braga Bárðarsyni en auk Más sá Þórir Baldursson um útsetningu lagsins. Iva og Már viðurkenna að við gerð myndbandsins hafi tveggja metra reglan verið brotin á stundum og biðjast þau afsökunar á því. „Sorrý Víðir.“ „Við vorum alls ekki mörg í þessu. Við og myndatökumaðurinn Hilmar Bragi sem hefur verið að taka upp fyrir Víkurfréttir í mörg ár en þetta er hans fyrsta tónlistarmyndband. „Þetta er svo einlægt, boðskapur er svo einlægur og ég held að allir geti einhvern veginn tengt við lagið. Ég var reyndar svolítið skeptísk þegar Már sagði mér frá hugmyndinni, ég sagði „ertu orðinn snarvitlaus. Þetta er svo langt fyrir utan minn þægindaramma og söngstíl,“ segir Iva en viðurkennir að lagið hafi heppnast betur en hún þorði að vona.
Tónlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira