Gummersbach vildi fyrst fá Guðjón Val sem leikmann: Ég byrja bara á núlli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 09:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu á HM í Katar en hann varð bæði markakóngur HM og þýsku deildarinnar þegar hann var síðast hjá Gummersbach. epa/Ali Haider Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni. Þýski handboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson verður ekki lengi frá handbolta þótt að hann hafi lagt skóna á hilluna á dögunum. Eins og fram hefur komið þá er Guðjón Valur búinn að ráða sig sem næsti þjálfari Gummersbach liðsins. Henry Birgir Gunnarsson fékk Guðjón Val til sín í Seinni bylgjuna í gær og spurði hann meðal annars út í nýja starfið hjá Gummersbach. Hann var leikmaður félagsins á sínum tíma. „Þetta byrjaði í janúar og febrúar en þá var það spurning hvort ég ætlaði að fara að spila þarna því ég ætlaði mér að spila áfram. Við vorum eitthvað búin að ræða það en ég var ekki alltof spenntur fyrir því að þetta var ekki efst á listanum hjá mér. Ég var að skoða ýmsa hluti,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur spilaði með Gummersbach á árunum 2005 til 2008 og varð bæði markakóngur þýsku deildarinnar og markakóngur HM sem leikmaður félagsins. „Svo vorum við aðeins að ræða málin og þá fór þetta þróast út í það hvort ég hefði áhuga á að fara út í þjálfun. Það er eitthvað sem ég hef gengið með í maganum en aldrei talað þannig lagað um,“ sagði Guðjón Valur. „Ég var einhvern veginn ekki alveg tilbúinn í það ef ég hefði klárað þetta tímabil og það hefði náð fram í miðjan júní eins og til stóð með landsliðinu. Þá hefði ég ekki bara tekið mér tveggja vikna frí eða farið beint á nýjan stað,“ sagði Guðjón Valur. „Í ljósi aðstæðna núna, hafa meiri tíma til að undirbúa sig, ekki vitandi hvað er í framhaldinu var og kominn á þennan aldur þá fannst mér þetta of spennandi til að gera þetta ekki,“ sagði Guðjón Valur sem mun klára hæstu þjálfaragráðuna hjá HSÍ áður en hann fer út til Þýskalands. „Ég byrja bara á núlli og það er enginn bónus. Mér lýst mjög vel á verkefnið og ég hef aldrei skorast undan neinum áskorununum eða reynt að fara í felur í erfiðum aðstæðum. Ég hlakka til en ég veit að þetta er tiltölulega stór klúbbur og áhuginn í dag er eiginlega búinn að vera alltof mikill. Maður veit það líka að það eru sérstakir tímar og lítið annað í gangi,“ sagði Guðjón Valur. „Ég vona að ég geti gefið eitthvað til leikmannanna og til klúbbsins. Ég er búinn að vera með frábæra þjálfara á mínum ferli og vona að ég hafi lært eitthvað. Ég er vel meðvitaður um það að þetta er þó nokkuð flóknara verkefni núna þegar maður var búinn að spila svona lengi og kominn með ákveðna reynslu í þessu. Það er mikið sem breytist en ég hlakka samt bara til,“ sagði Guðjón Valur. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Val tala um nýja starfið sitt. Klippa: Guðjón Valur um nýja starfið hjá Gummersbach Henry Birgir og Guðjón Valur fóru yfir félagsferilinn í Seinni bylgjunni í gær og á næsta mánudag munu þeir síðan fara yfir landsliðsferilinn á sama hátt í næsta þætti af Seinni bylgjunni.
Þýski handboltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira