Björgvin Páll gaf ekki kost á sér vegna fjölskylduástæðna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 11:12 Björgvin Páll Gústavsson er reyndasti leikmaður HM-hópsins og sá eini sem hefur spilað meira en tvö hundruð landsleiki. Vísir/Daníel Björgvin Páll Gústavsson hefur stigið fram og útskýrt af hverju hann er ekki með íslenska landsliðinu út í Portúgal. Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Björgvin Páll fór ekki með íslenska handboltalandsliðinu út til Portúgal í morgun þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM í vikunni. Hann var þó ekki skilinn eftir heima. Björgvin Páll gaf út stutta yfirlýsingu á fésbókinni í dag þar sem hann sagðist hafa fengið spurningar um það í morgun af hverju hann yrði ekki með íslenska landsliðinu í þessu verkefni. „Ég hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta lagi þá gaf èg ekki kost á mèr í þá ferð af fjölskylduástæðum,“ skrifaði Björgvin Páll. Björgvin Páll var að verða faðir í fjórða sinn á dögunum en hann eignaðist þá dóttur sem hefur verið nefnd Eva. Fyrir áttu hann og kona hans Karen Einarsdóttir tvær stelpur og einn strák. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin Pa ll Gu stavsson (@bjoggi) Björgvin Páll hvetur líka hina markverðina áfram. Markverðir Íslands í leiknum verða þeir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson. Þeir spila báðir í Danmörku, Viktor með GOG og Ágúst með Kolding. Björgvin Páll hefur ekkert spilað með Haukum síðan í september, enda deildin legið niðri vegna samkomutakmarkana, en lék landsleik á móti Litháen í nóvemberbyrjun. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri fyrir hina tvo markmennina til þess að láta ljós sitt skína og hafa þeir báðir staðið sig frábærlega síðustu vikur og eru 100% klárir í bátana. Þó að ég hefði gefið kost á mér er ekkert víst að ég hefði verið fyrir framan þá tvo en ég hef auðvitað ekki verið að spila handbolta uppvá síðkastið. Hlakka til að fylgjast með leiknum í Portúgal í faðmi fjölskyldunnar og hitta svo liðið aftur þegar þeir koma heim með 2 stig í bakpokanum. Áfram Ísland!,“ skrifaði Björgvin Páll. Èg hef í morgunsárið fengið nokkur skilaboð og símtöl um hvers vegna èg fór ekki með landsliðinu til Portúgal. Í fyrsta...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Mánudagur, 4. janúar 2021 Björgvin Páll er reynasti leikmaður íslenska HM-hópsins með 232 landsleiki á bakinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita