Segir Ísland áfram gott án Arons Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2021 16:30 Luis Frade stekkur upp til varnar í leiknum við Þýskaland um 5. sæti á EM fyrir ári síðan. Portúgal tapaði leiknum en náði samt sínum besta árangri frá upphafi á EM. Getty/Martin Rose Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Það varð endanlega ljóst um helgina að Aron yrði ekki með Íslandi í leikjunum tveimur við Portúgal í undankeppni EM, á miðvikudag og næsta sunnudag, né heldur á HM í Egyptalandi þar sem fyrsti leikur Íslands er einnig við Portúgal 14. janúar. Þeir Aron og Frade hafa verið liðsfélagar hjá Barcelona síðan í sumar og léku með liðinu í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu á milli jóla og nýárs. Aron varð svo að draga sig til hlés vegna meiðsla en Frade er mættur til Portúgals til æfinga með portúgalska landsliðinu, sem ekki glímir við nein meiðslavandræði. „Hann [Aron] er lykilmaður en engu að síður þá breytir þetta ekki leik íslenska liðsins. Íslendingar spila vel með og án hans. Þeir eru með leikmenn sem skilja handbolta og hafa mikil gæði, og geta reynst okkur erfiðir,“ sagði Frade við heimasíðu portúgalska handboltasambandsins. Ísland vann síðast en Portúgal náði lengra Frade skoraði tvö mörk fyrir Portúgal í 28-25 tapinu gegn Íslandi á EM fyrir ári síðan, þegar Aron skoraði fimm mörk. Portúgal komst þó lengra á mótinu og endaði í 6. sæti en Ísland í 11. sæti. Það er besti árangur sem Portúgalar hafa náð. „Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og undirbúa okkur vel, en ef við spilum okkar leik og höldum einbeitingu í vörninni þá erum við með gæðin til að vinna báða leikina [í undankeppni EM],“ sagði Frade. Ísland og Portúgal koma til með að berjast um efsta sæti 4. riðils í undankeppni EM en í riðlinum eru einnig Ísrael og Litáen. Ísland vann risasigur á Litáen í nóvember í sínum eina leik til þessa en Portúgal hefur unnið bæði Litáen og Ísrael. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM og liðin í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast þangað einnig. Á HM eru Ísland og Portúgal svo með Alsír og Marokkó í riðli. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla þar sem þau mæta þremur efstu liðum E-riðils, þar sem Frakkland, Noregur, Austurríki og Bandaríkin spila.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07 Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46 Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38 Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31 Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Björgvin Páll ekki með til Portúgals Björgvin Páll Gústavsson var ekki í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem hélt utan til Portúgals í morgun. Íslendingar mæta Portúgölum í undankeppni EM á miðvikudaginn. 4. janúar 2021 09:07
Guðmundur um meiðsli Arons: Ofboðslegt áfall Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir meiðsli Arons Pálmarssonar gríðarlega blóðtöku fyrir liðið. 3. janúar 2021 13:46
Aron meiddur og missir af HM Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné. 2. janúar 2021 16:38
Kiel fyrsta liðið til að leggja Barcelona í fimmtán mánuði Kiel og Barcelona mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gærkvöld. Fór það svo að Kiel hafði betur gegn Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona. Var það fyrsta tap Börsunga í meira en ár. 30. desember 2020 16:31
Aron þurfti að sætta sig við silfur Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum. 29. desember 2020 21:09