Ekkert mark frá íslensku línumönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2021 13:30 Arnar Freyr Arnarsson hafði hægt um sig í íslensku sókninni gegn Portúgal. vísir/vilhelm Línumenn íslenska handboltalandsliðsins skoruðu ekki mark í tapinu fyrir Portúgal, 26-24, í undankeppni EM 2022 í gær. Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson skoraði eina mark íslenska liðsins af línu í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Arnar Freyr Arnarsson lék á línunni nánast allan fyrri hálfleikinn og Kári Kristján Kristjánsson tók svo stöðu hans í seinni hálfleik. Þeim tókst ekki að skora og raunar átti hvorugur þeirra skot að marki í leiknum í gær. Þeir fiskuðu sitt hvort vítakastið. Sé litið á skotdreifingu íslenska liðsins í leiknum í gær samkvæmt HB Statz komu aðeins tvö prósent skota þess af línunni. Hins vegar komu 24 prósent skota Portúgals af línu, jafn mörg og fyrir utan. Fjörtíu prósent skota íslenska liðsins voru aftur á móti fyrir utan. Eina mark Íslands af línu í leiknum skoraði Arnór þegar hann fylgdi eftir eigin vítakasti sem Alfredo Quintana varði frá honum í fyrri hálfleik. Það var eitt þriggja víta sem fóru í súginn hjá íslenska liðinu í gær. Ekki nýtt vandamál Undanfarin ár hefur íslenska liðið sárlega vantað fleiri mörk af línunni svo vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Á HM 2019 lék Arnar Freyr að mestu á línunni og skoraði tólf mörk í átta leikjum. Ýmir Örn Gíslason skoraði þrjú mörk en lék ekki mikið á mótinu. Til að freista þess að auka sóknaraflið á línunni hóaði Guðmundur Guðmundsson aftur í Kára fyrir EM 2020. Eyjamaðurinn var frábær í sigrinum á Dönum í fyrsta leik EM og skoraði fjögur mörk. Hann náði ekki alveg að fylgja því eftir og skoraði ellefu mörk í hinum sex leikjum Íslands á mótinu. Hinir línumennirnir, Arnar Freyr, Ýmir Örn Gíslason og Sveinn Jóhannsson, skoruðu einungis fimm mörk samanlagt á EM. Í stórsigrinum á Litáen, 36-20, í undankeppni EM í nóvember á síðasta ári skoraði Ísland aðeins þrjú mörk úr sjö skotum af línunni. Arnar Freyr skoraði tvö þeirra en þurfti til þess fimm skot. Í HM-hópi Guðmundar eru fjórir línumenn; Arnar Freyr, Kári, Ýmir og svo Elliði Snær Viðarsson sem fór ekki með til Portúgals. Sá síðastnefndi er kannski þekktari fyrir góðan varnarleik og að vera snöggur fram en fyrir að vera sóknarlínumaður en hefur staðið sig með miklum ágætum á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Athyglisvert verður að sjá hvort hann fái tækifæri gegn Portúgal á Ásvöllum á sunnudaginn.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn