Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2021 12:00 Alexander Petersson hefur harkað jafnvel kjálkabrot af sér en varð að fara af velli í gær eftir þungt höfuðhögg. EPA/ANDREAS HILLERGREN „Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst. Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21