Harris spilaði fyrsta hringinn á 65 höggum, átta höggum undir pari, og annan hringinn í nótt spilaði hann á 67 höggum svo hann er fjórtán höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina.
Mótið var stofnað árið 1953 en Justin Thomas kom, sá og sigraði á síðasta ári. Thomas er einnig í toppbaráttunni í ár því hann er á tólf höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Harris.
Dialed in. @Harris_English is tied for the lead @Sentry_TOC.#QuickHits pic.twitter.com/DFicwobztf
— PGA TOUR (@PGATOUR) January 9, 2021
Thomas er ekki einn í öðru sætinu því fjórir leikmenn eru þar jafnir. Justin, Ryan Palmer, Collin Morikawa og Daniel Berger - allir frá Bandaríkjunum.
Bandaríkjamennirnir Patrick Reed, Xander Schauffele og Brendon Todd eru á ellefu höggum under pari samt þeim japanska Sungjae Im.
Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 23.00 í kvöld.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.