Alfreð vill að málið gleymist en Wolff hélt áfram að skjóta á þríeykið Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:01 Andreas Wolff átti skínandi leik gegn Austurríki í gær. Getty/Marius Becker Umræðan um þýska landsliðið í handbolta hefur snúist um eitthvað annað en þjálfarinn Alfreð Gíslason hefði kosið, nú þegar heimsmeistaramótið fer að hefjast í Egyptalandi. Markvörðurinn Andreas Wolff ber ábyrgð á því. Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16
Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn