Segir Gumma ekki skipta sér af hárgreiðslunni þegar menn nýti færin sín svona Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 16:07 Bjarki Már Elísson var frábær gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Bjarki Már Elísson fái nú eflaust bara að hafa hárið sitt eins og hann kjósi þó að á árum áður hafi Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stöku sinnum gert athugasemdir ef leikmenn voru uppteknir af útliti sínu. Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Leik lokið: Haukar - Fram 20-28 | Framkonur öflugar Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira