Handtekinn eftir þungar ásakanir Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 10:00 Angel Cabrera situr nú á bak við lás og slá í Brasilíu. Rey Del Rio/Getty Images Eitt stærsta golf nafnið í Suður Ameríku, Angel Cabrera, hefur nú verið handtekinn eftir að hafa verið undir smásjá af Interpol. Þetta staðfestu erlendir miðlar í gær. Cabrera var í janúar settur á rauðan lista hjá Interpol, sem þýðir að handtökuskipun var á honum um allan heim, en rauði liturinn var settur á Cabrera vegna ásakana á hendur honum í heimalandinu, Argentínu. Silva Rivadero og Cecilia Torres, fyrrum unnustur kylfingsins, hafa ásakað hann um þjófnað, ofbeldi, hótanir um ofbeldi og tilraun til manndráps. Þetta allt á að hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Argentinian golfer Angel Cabrera is arrested in Brazil and charged with assault, theft and intimidation https://t.co/0X1fHvDNH4— Daily Mail Online (@MailOnline) January 15, 2021 Cabrera var handtekinn í Brasilíu á fimmtudag. Hann mun koma fyrir dómara í Argentínu á næstu dögum en Cabrera vann meðal annars Mastersmótið árið 2009 og Opna bandaríska árið 2007. Hann átti að spila á Masters í nóvember en meiðsli í hönd komu í veg fyrir það. Hann dvaldi undir lokin í Bandaríkjunum á útrunnu vegabréfsleyfi en einhvern veginn tókst honum að komast til Brasilíu þar sem hann hélt jólin hátíðleg, í felum. Skömmu siðar var hann handtekinn í ríkrahverfinu í Rio de Janeiro en Angel Cabrera hefur unnið 46 mót á ferlinum, frá því að hann tók fyrst þátt á atvinnumannamóti árið 1989. Federal Police in Brazil have arrested golfer Angel Cabrera on an Interpol red notice for alleged crimes committed in Argentina.https://t.co/0BW7OCJRVI— CNN Sport (@cnnsport) January 15, 2021 Golf Argentína Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Cabrera var í janúar settur á rauðan lista hjá Interpol, sem þýðir að handtökuskipun var á honum um allan heim, en rauði liturinn var settur á Cabrera vegna ásakana á hendur honum í heimalandinu, Argentínu. Silva Rivadero og Cecilia Torres, fyrrum unnustur kylfingsins, hafa ásakað hann um þjófnað, ofbeldi, hótanir um ofbeldi og tilraun til manndráps. Þetta allt á að hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Argentinian golfer Angel Cabrera is arrested in Brazil and charged with assault, theft and intimidation https://t.co/0X1fHvDNH4— Daily Mail Online (@MailOnline) January 15, 2021 Cabrera var handtekinn í Brasilíu á fimmtudag. Hann mun koma fyrir dómara í Argentínu á næstu dögum en Cabrera vann meðal annars Mastersmótið árið 2009 og Opna bandaríska árið 2007. Hann átti að spila á Masters í nóvember en meiðsli í hönd komu í veg fyrir það. Hann dvaldi undir lokin í Bandaríkjunum á útrunnu vegabréfsleyfi en einhvern veginn tókst honum að komast til Brasilíu þar sem hann hélt jólin hátíðleg, í felum. Skömmu siðar var hann handtekinn í ríkrahverfinu í Rio de Janeiro en Angel Cabrera hefur unnið 46 mót á ferlinum, frá því að hann tók fyrst þátt á atvinnumannamóti árið 1989. Federal Police in Brazil have arrested golfer Angel Cabrera on an Interpol red notice for alleged crimes committed in Argentina.https://t.co/0BW7OCJRVI— CNN Sport (@cnnsport) January 15, 2021
Golf Argentína Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira