Guðmundur Guðmundsson hvatti sína menn áfram allan leikinn gegn Alsír enda gæti svo stór sigur sem raunin varð reynst mikilvægur.
Portúgal vann Marokkó 33-20 á laugardag og er efst í F-riðli með 4 stig. Ísland og Alsír eru með 2 stig og Marokkó án stiga. Í lokaumferð riðilsins í dag mætast Portúgal og Alsír, og svo Ísland og Marokkó. Þrjú efstu liðin komast áfram í millriðil.
Liðin þrjú úr F-riðli mæta svo þremur liðum úr E-riðli (Frakkland, Noregur, Sviss, Austurríki) í millriðlakeppninni í næstu viku, og taka með sér stig fengin gegn hinum tveimur liðunum sem komast áfram úr F-riðlinum.
Hvað getur gerst í dag?
Ef Ísland vinnur Marokkó:
Portúgal vinnur: Portúgal fer með 4 stig í milliriðilinn, Ísland 2 stig og Alsír 0.
Alsír vinnur: Ísland, Portúgal og Alsír fara með 2 stig hvert í milliriðilinn.
Portúgal og Alsír gera jafntefli: Portúgal fer með 3 stig í milliriðilinn, Ísland 2 og Alsír 1.
Ef Ísland tapar gegn Marokkó:
Portúgal vinnur: Portúgal fer með 4 stig í milliriðilinn, Marokkó með 2 stig en Ísland 0. Þarna yrðu nefnilega Alsír, Ísland og Marokkó jöfn í riðlinum og innbyrðis markatala úr leikjum liðanna myndi ráða stöðu þeirra (Núna er hún: Ísland +15, Marokkó -1, Alsír -14). Ísland þyrfti að tapa með 29 marka mun til að sitja eftir, í þessu tilviki, sem er svona frekar óraunhæft. Marokkó tæki hins vegar með sér stigin gegn Íslandi.
Alsír vinnur: Ísland situr eftir í riðlinum. Alsír tekur með sér 4 stig í milliriðilinn, Portúgal 2 en Marokkó 0.
Portúgal og Alsír gera jafntefli: Ísland situr eftir í riðlinum. Portúgal tekur með sér 3 stig í milliriðilinn, Alsír 3 en Marokkó 0.
Ef Ísland og Marokkó gera jafntefli:
Portúgal vinnur: Portúgal fer með 4 stig í millriðilinn, Ísland 2 en Alsír 0.
Alsír vinnur: Ísland, Portúgal og Alsír fara með 2 stig hvert í milliriðilinn.
Jafnt hjá Portúgal og Alsír: Portúgal fer með 3 stig í milliriðilinn, Ísland 2 stig og Alsír 1.