Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 15:00 Sigvaldi Björn Guðjónsson búinn að koma sér í dauðafæri á línunni gegn Marokkó í gærkvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi. Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira