Markmiðinu náð í Los Angeles og Svisslendingar saltaðir í Skövde Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 11:01 Ólafur Stefánsson skoraði ellefu mörk þegar Ísland vann stórsigur á Sviss, 33-22, á EM í Svíþjóð 2002. epa/SIGI TISCHLER Ísland mætir Sviss í fyrsta leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslendingar tóku tvö stig með sér í milliriðil en Svisslendingar ekkert. Sviss tók sæti Bandaríkjanna á HM og komst upp úr E-riðli með því að vinna granna sína í Austurríki. Þetta verður fimmti leikur Íslands og Sviss á stórmóti og sá fyrsti í nítján ár. Liðin hafa tvisvar sinnum mæst á heimsmeistaramóti, einu sinni á Evrópumóti og einu sinni á Ólympíuleikum. Ísland 14-12 Sviss, HM 1961 Ísland steinlá fyrir Danmörku, 24-13, í fyrsta leik sínum á HM í Tékkóslóvakíu 1961. Íslenska liðið svaraði fyrir sig í næsta leik gegn Sviss og vann hann, 14-12. Staðan var jöfn í hálfleik, 7-7, og útlitið var ekki bjart framan af í seinni hálfleik því Svisslendingar komust þremur mörkum yfir. En Íslendingar reyndust sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu tveggja marka sigri. Það var ekki síst fyrir tilstuðlan Hjalta Einarssonar sem varði geysilega vel í íslenska markinu, sérstaklega í seinni hálfleik. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti í milliriðli og endaði að lokum í 6. sæti sem er enn næstbesti árangur íslenska liðsins á heimsmeistaramóti. Mörk Íslands: Gunnlaugur Hjálmarsson 4/2, Ragnar Jónsson 3, Karl Jóhannsson 3, Pétur Antonsson 2, Einar Sigurðsson 1, Kristján Stefánsson 1. Ísland 23-16 Sviss, ÓL 1984 Íslendingar unnu sinn þriðja leik í röð á Ólympíuleikunum í Los Angeles þegar þeir lögðu Svisslendinga að velli, 23-16. Með sigrinum á Sviss tryggði Ísland sér sæti á HM 1986 sem var markmið liðsins fyrir Ólympíuleikana. „Við vissum að það var gífurlega mikið í húfi fyrir þennan leik gegn Svisslendingum. Því ákváðum við að fórna okkur algjörlega í leikinn og berjast til síðasta manns,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfari, við DV eftir leikinn. Eftir misjafnan fyrri hálfleik náðu Íslendingar undirtökunum með því að skora fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiks. Munurinn jókst eftir því sem á leið og var á endanum sjö mörk, 23-16. Sigurður Gunnarsson skoraði átta mörk, Atli Hilmarsson fimm og Einar Þorvarðarson varði vel í íslenska markinu. Mörk Íslands: Sigurður Gunnarsson 8/2, Atli Hilmarsson 5, Kristján Arason 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, Jakob Sigurðsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Alfreð Gíslason 1/1, Þorbergur Aðalsteinsson 1. Ísland 21-24 Sviss, HM 1995 Heimsmeistaramótið á heimavelli 1995 byrjaði svo vel fyrir íslenska liðið en endaði svo illa. Ísland vann fyrstu þrjá leiki sína á mótinu en tapaði síðustu fjórum. Í lokaleik sínum í A-riðli tapaði Ísland fyrir Sviss, 24-21, í Laugardalshöllinni. Frammistaða íslenska liðsins var sögð til skammar í umfjöllun DV um leikinn. Skyttan öfluga Marc Baumgaurtner hafði nokkuð hægt um sig en Patrick Rohr fór hins vegar mikinn og skoraði níu mörk fyrir Sviss. Geir Sveinsson og Valdimar Grímsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Ísland. Eftir tapið fyrir Sviss var ljóst að Ísland myndi mæta heimsmeisturum Rússlands í sextán liða úrslitum. Þar sá íslenska liðið ekki til sólar og tapaði með þrettán marka mun, 12-25. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 4/2, Geir Sveinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Jón Kristjánsson 2, Konráð Olavson 2, Ólafur Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1. Ísland 33-22 Sviss, EM 2002 Eftir tvö frekar slök stórmót í röð minnti Ísland á sig á EM 2002, fyrsta stórmótinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Ísland gerði jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á EM, 24-24 og vann svo Slóveníu, 31-25. Í lokaleiknum í C-riðli rústuðu Íslendingar svo Svisslendingum, 33-22. Ólafur Stefánsson fór á kostum og skoraði ellefu mörk. Patrekur Jóhannesson skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar en hvergi var veikan blett að finna á íslenska liðinu sem valtaði yfir það svissneska. Ísland endaði að lokum í 4. sæti á EM sem er næstbesti árangur liðsins á Evrópumótinu. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 11/4, Patrekur Jóhannesson 7/1, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Ingólfsson 3, Einar Örn Jónsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtrygsson 1, Ragnar Óskarsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira