„Ekkert gruggugt í gangi“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:47 Aron Pálmarsson lék með Barcelona í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu en glímir við hnémeiðsli sem urðu til þess að hann fór ekki á HM. Getty/Frank Molter „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira