Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 08:01 Tomas Svensson og íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson. Samsett/Getty&Vilhelm Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar HM 2021 í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Tomas Svensson er markmannsþjálfari íslenska landsliðsins. Hann hefur beðist afsökunar á orðum sínum í viðtalinu en nú vitum við betur hvað aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundssonar sagði í viðtalinu. Svensson fór í Zoom-viðtal hjá stórskyttunni fyrrverandi Staffani Olsson, gamla liðsfélaga sínum í sænska landsliðinu. Johan Flinck, blaðamaður á Aftobladet, var að vísa í þetta viðtal í Twitter færslu sinni. Tomas fer í upphafi viðtalsins yfir leiki íslenska landsliðsins til þessa og þar á meðal leikina þrjá á móti Portúgal sem fóru fram í þremur mismunandi löndum. Ísland mætti Portúgal í tveimur leikjum í undankeppni EM áður en liðin mættust í fyrsta leik þjóðanna á HM í Egyptalandi. Tomas talar síðan um það að íslenska liðið sakni Arons Pálmarssonar sem hann segir hafa afboðað sig í þetta verkefni. Staffon Olsson spyr þá: „Aron gaf ekki kost á sér vegna meiðsla, ekki satt?“ Það er þá sem Tomas Svensson fer yfir það sem hann taldi sig vita um hvað væri í gangi varðandi meiðsli Arons Pálmarssonar. „Já, við gerum ráð fyrir því. Ég talaði sjálfur við lækninn í Barcelona, Dr. Gutierez, og hann er með sködduð krossbönd. Það var margt broslegt í sambandi við þessi meiðsli. Hann spilaði báða leikina þegar úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fór fram nokkrum dögum áður. Það er eitthvað sem kemur ekki heim og saman varðandi þessa útskýringu,“ sagði Tomas Svensson og heldur áfram: „Ég held að þetta gæti snúist um framlengingu á samningi. Ísland er kannski ekki að fara að berjast um verðlaun á þessu móti og svo framvegis. Ég er svolítið efnis, manni finnst frekar óljóst hvað hefur gerst. Læknir okkar á Íslandi, reynslumikill læknir, fékk ekki að skoða hann. Þannig að það er ýmislegt. Við erum ekki að eyða orku í þetta, það eru aðrir leikmenn sem fá tækifærið og til lengri tíma er það auðvitað jákvætt,“ sagði Svensson. Handknattleiksambandið brást við orðum Svensson og sendi frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var að orð Svensson ættu ekki við rök að styðjast. Þar kom fram líka að Tomas Svensson hafi beðist afsökunar á orðum sínum og að þetta hafi allt saman verið misskilningur. Aron sagði svo sjálfur í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að það hefði verið skrýtið að vakna og heyra þessi orð sænska markmannsþjálfarans. „Hann [Tomas Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til, sagði Aron Pálmarsson í viðtali við Ríkisútvarpið. „Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og þeirra innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron sem segir að Brynjólfur Jónsson hafi verið með í ráðum síðan að þetta gerist. Brynjólfur hefur einnig verið í góðu sambandið við læknana hjá Barcelona. Hér fyrir neðan má heyra hvað Tomas Svensson sagði nákvæmlega í þessu Zoom viðtali. Klippa: Þetta sagði Tomas Svensson um meiðsli Arons Pálmarssonar
HM 2021 í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira