„Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 12:31 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins en er ekki með liðinu á HM vegna meiðsla. vísir/vilhelm „Þetta eru bara fullorðnir menn. Þeir fara yfir málin, þetta er búið og áfram með smjörið. Ég er alveg pottþéttur á því að þannig verður þetta,“ segir Bjarni Fritzson um framtíðarsamskipti Arons Pálmarssonar og Tomasar Svensson. Öldurnar hefur lægt eftir að Svensson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, lét hafa eftir sér í sænsku viðtali að fjarvera Arons á HM gæti verið vegna samningamála eða vegna þess að Ísland myndi væntanlega ekki spila um verðlaun á mótinu. Svensson baðst afsökunar á ummælum sínum sem sögð voru byggð á misskilningi. Aron skýrði málið betur í viðtali við RÚV í gær þar sem hann ítrekaði að hann væri vissulega meiddur og hefði farið í skoðun á Íslandi hjá lækni landsliðsins, öfugt við það sem Svensson hafði fullyrt. Málið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær og innslag úr þættinum má sjá hér að neðan. „Þarna er eitthvað misræmi í gangi. Það er kannski fulldjúpt í árinni tekið að tala um trúnaðarbrest eða slíkt. Þetta var aðallega óheppilegt og klaufalegt hjá Tomasi. Hvort sem þetta er rétt eða þá að hann hafði ekki allar upplýsingar hjá sér, þá ferðu ekki í viðtal og talar um eitthvað svona,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Veit það fyrir víst að hann er meiddur“ Bjarni vísaði í viðtalið við Aron og sagði: „Mér fannst hann nú bara skýra málið algjörlega fyrir mér. Þið vitið líka alveg hvernig Gummi Gumm er. Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni með það að „læknarnir í Barcelona voru að segja að þetta væri svona“? Nei. Gleymið þessu. Þetta er ekki einu sinni atriði fyrir mér. Tomas Svensson er markmaður. Það er talað um að markmenn séu einir í liði. Hefur hann ekki bara verið einn með markmönnunum? Ég held að þetta hafi bara ekki komist almennilega til tals til hans,“ sagði Bjarni. „Þetta lítur líka illa út fyrir Aron. Svona eins og að hann hafi ekki viljað fara og sé að spila einhvern blekkingarleik. Ég veit það fyrir víst að hann er meiddur. Þessi umræða fer kannski í gang af því að hann spilar þessa tvo leiki í úrslitum Meistaradeildar Evrópu [með Barcelona á milli jóla og nýárs] en það er allt annað að spila tvo leiki og ætla svo að spila sex leiki á tíu dögum,“ sagði Theodór, og Bjarni tók við boltanum: Með hann í liðinu hefðum við verið í dauðafæri „Við sáum það líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að hann var engan veginn heill. Þetta er okkar merkisberi, Aron Pálmarsson, og ef hann hefði verið með á þessu móti værum við í dauðafæri á að gera eitthvað. Aldrei í lífinu hefði hann verið að koma sér undan þessu móti, held ég. Þetta er eitthvað klúður hjá Tomas Svensson. Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif á strákana úti í Kaíró, meira á strákana á skrifstofunni [hjá HSÍ]. Strákunum er drullusama.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ummælin frá Tomasi Svensson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Öldurnar hefur lægt eftir að Svensson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins, lét hafa eftir sér í sænsku viðtali að fjarvera Arons á HM gæti verið vegna samningamála eða vegna þess að Ísland myndi væntanlega ekki spila um verðlaun á mótinu. Svensson baðst afsökunar á ummælum sínum sem sögð voru byggð á misskilningi. Aron skýrði málið betur í viðtali við RÚV í gær þar sem hann ítrekaði að hann væri vissulega meiddur og hefði farið í skoðun á Íslandi hjá lækni landsliðsins, öfugt við það sem Svensson hafði fullyrt. Málið var til umræðu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær og innslag úr þættinum má sjá hér að neðan. „Þarna er eitthvað misræmi í gangi. Það er kannski fulldjúpt í árinni tekið að tala um trúnaðarbrest eða slíkt. Þetta var aðallega óheppilegt og klaufalegt hjá Tomasi. Hvort sem þetta er rétt eða þá að hann hafði ekki allar upplýsingar hjá sér, þá ferðu ekki í viðtal og talar um eitthvað svona,“ sagði Theodór Ingi Pálmason. „Veit það fyrir víst að hann er meiddur“ Bjarni vísaði í viðtalið við Aron og sagði: „Mér fannst hann nú bara skýra málið algjörlega fyrir mér. Þið vitið líka alveg hvernig Gummi Gumm er. Haldið þið virkilega að Gummi hefði bara sleppt Aroni með það að „læknarnir í Barcelona voru að segja að þetta væri svona“? Nei. Gleymið þessu. Þetta er ekki einu sinni atriði fyrir mér. Tomas Svensson er markmaður. Það er talað um að markmenn séu einir í liði. Hefur hann ekki bara verið einn með markmönnunum? Ég held að þetta hafi bara ekki komist almennilega til tals til hans,“ sagði Bjarni. „Þetta lítur líka illa út fyrir Aron. Svona eins og að hann hafi ekki viljað fara og sé að spila einhvern blekkingarleik. Ég veit það fyrir víst að hann er meiddur. Þessi umræða fer kannski í gang af því að hann spilar þessa tvo leiki í úrslitum Meistaradeildar Evrópu [með Barcelona á milli jóla og nýárs] en það er allt annað að spila tvo leiki og ætla svo að spila sex leiki á tíu dögum,“ sagði Theodór, og Bjarni tók við boltanum: Með hann í liðinu hefðum við verið í dauðafæri „Við sáum það líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að hann var engan veginn heill. Þetta er okkar merkisberi, Aron Pálmarsson, og ef hann hefði verið með á þessu móti værum við í dauðafæri á að gera eitthvað. Aldrei í lífinu hefði hann verið að koma sér undan þessu móti, held ég. Þetta er eitthvað klúður hjá Tomas Svensson. Ég held að þetta hafi ekki nein áhrif á strákana úti í Kaíró, meira á strákana á skrifstofunni [hjá HSÍ]. Strákunum er drullusama.“ Klippa: Seinni bylgjan - Ummælin frá Tomasi Svensson Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15 Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02 Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Aron segir að Tomas Svensson hafi hringt strax í sig Aron Pálmarsson segir það vera erfið staða fyrir sig að sitja meiddur heima og geta ekki hjálpað íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í handbolta. 20. janúar 2021 08:15
Sagði fjarveru Arons geta snúist um samningamál eða litla möguleika Íslands á verðlaunum Tomas Svensson ræddi meiðsli Arons Pálmarssonar í sænsku hlaðvarpi á dögunum en nú vitum við betur um hvað það var nákvæmlega sem aðstoðarmaður Guðmundar Guðmundsson landsliðsþjálfara sagði um mál Arons Pálmarssonar við gamla landsliðsfélaga sinn Staffan Olsson. 20. janúar 2021 08:01
„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00
Svensson biðst afsökunar á ummælum sínum um Aron: Misskilningur Handknattleikssamband Íslands hefur gefið út tilkynningu á miðlum sínum vegna fréttar sænska blaðsins Aftonbladet sem Vísir sagði frá í morgun. 18. janúar 2021 12:02
Tomas Svensson segir að læknir íslenska liðsins hafi ekki fengið að skoða Aron Aron Pálmarsson er ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en aðstoðarmaður Guðmundur Guðmundssonar setur spurningarmerki við meiðsli landsliðsfyrirliðans í viðtali við sænskan blaðamann. 18. janúar 2021 08:30