Breyttir æfingatímar um miðja nótt og finna ekki réttu rúmin Anton Ingi Leifsson skrifar 20. janúar 2021 23:01 Danir halda áfram að kvarta undan aðstæðunum í Egyptalandi. Þeir eru allt annað en sáttir. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Það hefur mikið mætt á liðunum á HM í Egyptalandi og fáir hafa kvartað meira en Danir. Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, segir að það sé eitt og annað sem betur hafi mátt fara. Emil Jakobsen greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi og hefur verið í einangrun. Nú ku hann hins vegar aftur vera á leið á hótel þeirra Dana eftir að hafa verið á einangrunarhótelinu en allir eru ekki sammála um hver séu næstu skref. Í viðtali í gær bað Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, blaðamenn ekki að spyrja framkvæmdastjórann út í stöðuna á Emil því hann myndi springa í loft upp. -Du skal ikke spørge Morten Henriksen – han sprænger i luften, siger landstræneren om coronaprøve-kaos - https://t.co/Wqk2RgwLAK pic.twitter.com/nvydZ2oMZd— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 20, 2021 „Núna erum við að bíða eftir svörum úr prófinu frá því í gær. Við vonum og gerum ráð fyrir því að það sé neikvætt. Ef það er þannig þá kemur hann aftur á hótelið. Svo erum við í vandræðum með hvort að hann eigi þá að fara aftur í einangrun og þurfi tvö neikvæð próf á 48 tímum eða hvort því sé lokið því hann var á einangrunarhótelinu,“ sagði Morten í samtali við BT. Aðspurður hvernig það gæti verið vafi á því svaraði Morten: „Við og IHF túlkum það þannig að hann er búinn að ljúka sinni einangrun en það er samtal í gangi við egypsk heilbrigðisyfirvöld og það er ekki svo einfalt. En það er verið að ræða þetta og við setjumst niður þegar Emil kemur til baka á hótelið og kíkjum á þetta.“ „Ég er eiginlega hættur að vera pirraður og nálgast það að gefast upp. Það jákvæða er þó að IHF er að berjast fyrir þessu en það eru nokkrir Egyptar sem eru ekki vanir að standa fyrir einhverju svona stóru eins og þessu. Þetta er byggt öðruvísi upp hér og núna skilur maður af hverju okkur er hrósað svona fyrir mótið í Danmörku.“ Hann nefnir nokkur dæmi sem hafa gert hann pirraðan síðustu daga. „Æfingatíma okkar var breytt um miðja nótt. Ég fékk skilaboð í nótt klukkan tvö að búið væri að færa æfinguna okkar í dag. Þetta getur hljómað einfalt en það er lögreglufylgd hérna þegar við ferðumst svo það er ekki svo einfalt. Og klárlega ekki klukkan tvö um nóttina.“ Corona-kaosset om Emil Jakobsen, en manglende seng og træningstider, der bliver ændret klokken 2 om natten... Sportschef Morten Henriksen er ikke begejstret for de egyptiske arrangører. https://t.co/xKWZa3BkYf #hndbld #Egypt2021— Søren Paaske (@spaaske) January 20, 2021 „Magnus Bramming býr á sjöundu hæðinni og ekki hjá okkur hinum á fimmtu hæð. Það er út af því þeir finna ekki rúm fyrir hann. Þetta er hótel með 1100 herbergi og það eru um 2200 rúm. En að finna eitt tvöfalt rúm geta þeir ekki,“ en Bramming var kallaður inn í hóp danska liðsins um helgina. „Ég væri frekar til í að starfið mitt sem framkvæmdastjóri myndi vera meira tengt handbolta en við höldum höfðinu uppi og berjumst áfram. Ég held að IHF sé komið til einhvers sem þeir bjuggust ekki við. En þú getur rætt það við þá,“ bætti Morten við. Danirnir eru í milliriðli tvö. Þeir fara með fjögur stig í milliriðilinn þar sem þeir mæta Katar, Japan og Króatíu. Þeir eiga titil að verja. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00 Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Emil Jakobsen greindist með kórónuveiruna í Egyptalandi og hefur verið í einangrun. Nú ku hann hins vegar aftur vera á leið á hótel þeirra Dana eftir að hafa verið á einangrunarhótelinu en allir eru ekki sammála um hver séu næstu skref. Í viðtali í gær bað Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, blaðamenn ekki að spyrja framkvæmdastjórann út í stöðuna á Emil því hann myndi springa í loft upp. -Du skal ikke spørge Morten Henriksen – han sprænger i luften, siger landstræneren om coronaprøve-kaos - https://t.co/Wqk2RgwLAK pic.twitter.com/nvydZ2oMZd— HBOLD.dk (@HBOLDdk) January 20, 2021 „Núna erum við að bíða eftir svörum úr prófinu frá því í gær. Við vonum og gerum ráð fyrir því að það sé neikvætt. Ef það er þannig þá kemur hann aftur á hótelið. Svo erum við í vandræðum með hvort að hann eigi þá að fara aftur í einangrun og þurfi tvö neikvæð próf á 48 tímum eða hvort því sé lokið því hann var á einangrunarhótelinu,“ sagði Morten í samtali við BT. Aðspurður hvernig það gæti verið vafi á því svaraði Morten: „Við og IHF túlkum það þannig að hann er búinn að ljúka sinni einangrun en það er samtal í gangi við egypsk heilbrigðisyfirvöld og það er ekki svo einfalt. En það er verið að ræða þetta og við setjumst niður þegar Emil kemur til baka á hótelið og kíkjum á þetta.“ „Ég er eiginlega hættur að vera pirraður og nálgast það að gefast upp. Það jákvæða er þó að IHF er að berjast fyrir þessu en það eru nokkrir Egyptar sem eru ekki vanir að standa fyrir einhverju svona stóru eins og þessu. Þetta er byggt öðruvísi upp hér og núna skilur maður af hverju okkur er hrósað svona fyrir mótið í Danmörku.“ Hann nefnir nokkur dæmi sem hafa gert hann pirraðan síðustu daga. „Æfingatíma okkar var breytt um miðja nótt. Ég fékk skilaboð í nótt klukkan tvö að búið væri að færa æfinguna okkar í dag. Þetta getur hljómað einfalt en það er lögreglufylgd hérna þegar við ferðumst svo það er ekki svo einfalt. Og klárlega ekki klukkan tvö um nóttina.“ Corona-kaosset om Emil Jakobsen, en manglende seng og træningstider, der bliver ændret klokken 2 om natten... Sportschef Morten Henriksen er ikke begejstret for de egyptiske arrangører. https://t.co/xKWZa3BkYf #hndbld #Egypt2021— Søren Paaske (@spaaske) January 20, 2021 „Magnus Bramming býr á sjöundu hæðinni og ekki hjá okkur hinum á fimmtu hæð. Það er út af því þeir finna ekki rúm fyrir hann. Þetta er hótel með 1100 herbergi og það eru um 2200 rúm. En að finna eitt tvöfalt rúm geta þeir ekki,“ en Bramming var kallaður inn í hóp danska liðsins um helgina. „Ég væri frekar til í að starfið mitt sem framkvæmdastjóri myndi vera meira tengt handbolta en við höldum höfðinu uppi og berjumst áfram. Ég held að IHF sé komið til einhvers sem þeir bjuggust ekki við. En þú getur rætt það við þá,“ bætti Morten við. Danirnir eru í milliriðli tvö. Þeir fara með fjögur stig í milliriðilinn þar sem þeir mæta Katar, Japan og Króatíu. Þeir eiga titil að verja.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00 Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31 Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Danska pressan fékk að heyra það frá landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var heitt í hamsi á blaðamannafundi danska landsliðsins í dag er hann ræddi um málefni markvarðarins Emil Nielsen. 18. janúar 2021 19:00
Danir halda áfram að kvarta yfir aðstæðunum í Egyptalandi Danska landsliðið í handbolta hefur ekki farið í felur með það að þeir eru allt annað en sáttir við þær aðstæður sem liðið býr við á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi þar sem mismargir fara eftir sóttvarnarreglum. 18. janúar 2021 06:31
Danir segja loforð svikin á HM í Egyptalandi Danska handboltasambandið ásamt því þýska, norska, sænska og austurríska hefur sent kvörtun inn til IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins, um aðstæðurnar í Egyptalandi og sóttvarnir gagnvart kórónuveirunni. 14. janúar 2021 07:00