Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 11:00 Hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um frægan leik Íslands og Frakklands á HM 2007. Á myndinni stígur Alfreð Gíslason stríðsdans. Úr Fréttablaðinu 23. janúar 2007 Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18, í fyrradag á meðan Frakkland sigraði Alsír, 29-26. Íslendingar eru í 4. sæti milliriðilsins með tvö stig en Frakkar eru með sex stig á toppi hans. Ísland og Frakkland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum í gegnum tíðina. Tölfræðin er Frökkum í hag. Þeir hafa unnið níu leiki, Íslendingar fjóra og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Hér fyrir neðan má lesa um fjóra eftirminnilega leiki Íslands og Frakklands á stórmótum. Ísland 20-24 Frakkland, ÓL 1992 Íslendingar komust óvænt inn á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka. Ísland fór ekki alveg jafn langt og Danmörk á EM 1992 í fótbolta, þar sem Danir urðu Evrópumeistarar eftir að hafa komið inn á mótið fyrir Júgóslava, en átti samt frábært mót. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils og komst þar með í undanúrslit þar sem andstæðingurinn var Samveldið. Eftir að hafa verið í góðri stöðu misstu Íslendingar móðinn á lokakaflanum og töpuðu, 19-23. Í leiknum um bronsið laut Ísland svo í lægra haldi fyrir Jackson Richardson og félögum í franska landsliðinu, 20-24. Fjórða sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 5/3, Gunnar Gunnarsson 4, Héðinn Gilsson 3, Júlíus Jónasson 3, Konráð Olavsson 3/1, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Ísland 32-24 Frakkland, HM 2007 Eftir óvænt tap fyrir Úkraínu í öðrum leik sínum á HM 2007 þurfti Ísland að vinna Frakkland í lokaleik sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í milliriðil. Og það gekk eftir. Íslenska liðið vann stórsigur, 32-24, í líklega besta leik þess í sögunni. Hvergi var veikan blett að finna og hver einasti leikmaður sem kom inn á spilaði eins og kóngur. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8, og gaf ekkert eftir í seinni hálfleik, nema þegar upp komst að liðið mátti ekki vinna of stóran sigur því hefði það ekki tekið stig með sér í milliriðil. Á endanum skildu átta mörk liðin að, 32-24. Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands, steig frægan stríðsdans þegar lokaflautið gall á sínum gamla heimavelli í Magdeburg og íslensku leikmennirnir fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum íslenskum stuðningsmönnum í keppnishöllinni. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Logi Geirsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ragnar Óskarsson 1/1. Ísland 23-28 Frakkland, ÓL 2008 Eftir frækinn sigur á Spáni, 36-30, komst Ísland í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn þar sem Frakkar voru andstæðingurinn. Því miður áttu Íslendingar ekki mikla möguleika í þessum stærsta leik sínum frá upphafi. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Frakkar undirtökunum og í hálfleik var munurinn fimm mörk, 10-15. Frakkar sigldu sigrinum svo örugglega heim í seinni hálfleik, unnu 23-28 sigur og urðu Ólympíumeistarar í fyrsta sinn. Íslendingar fengu hins vegar silfurmedalíu sem er enn einu verðlaun sem íslenskt lið hefur unnið á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Logi Geirsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Alexander Petersson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Ísland 30-29 Frakkland, ÓL 2012 Íslendingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012, þar á meðal gegn Frökkum í miklum spennuleik, 30-29. Franska liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og var handhafi allra stærstu titlanna, var heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari. Íslenska liðið hefur sömuleiðis sjaldan verið jafn sterkt og það var á þessum tíma. Íslendingar voru lengst af með frumkvæðið en aðeins einu marki munaði á liðunum í hálfleik, 16-15. Spennan hélt áfram í seinni hálfleik og úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin. Alexander Petersson kom Íslendingum í 30-28 með sjötta marki sínu en Frakkar minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn sinni. Björgvin Páll Gústavsson sá hins vegar við Daniel Narcisse og Ísland fagnaði sigri, 30-29. Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1. HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18, í fyrradag á meðan Frakkland sigraði Alsír, 29-26. Íslendingar eru í 4. sæti milliriðilsins með tvö stig en Frakkar eru með sex stig á toppi hans. Ísland og Frakkland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum í gegnum tíðina. Tölfræðin er Frökkum í hag. Þeir hafa unnið níu leiki, Íslendingar fjóra og þrisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Hér fyrir neðan má lesa um fjóra eftirminnilega leiki Íslands og Frakklands á stórmótum. Ísland 20-24 Frakkland, ÓL 1992 Íslendingar komust óvænt inn á Ólympíuleikana í Barcelona 1992 eftir að Júgóslövum var meinuð þátttaka. Ísland fór ekki alveg jafn langt og Danmörk á EM 1992 í fótbolta, þar sem Danir urðu Evrópumeistarar eftir að hafa komið inn á mótið fyrir Júgóslava, en átti samt frábært mót. Ísland endaði í 2. sæti A-riðils og komst þar með í undanúrslit þar sem andstæðingurinn var Samveldið. Eftir að hafa verið í góðri stöðu misstu Íslendingar móðinn á lokakaflanum og töpuðu, 19-23. Í leiknum um bronsið laut Ísland svo í lægra haldi fyrir Jackson Richardson og félögum í franska landsliðinu, 20-24. Fjórða sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 5/3, Gunnar Gunnarsson 4, Héðinn Gilsson 3, Júlíus Jónasson 3, Konráð Olavsson 3/1, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Ísland 32-24 Frakkland, HM 2007 Eftir óvænt tap fyrir Úkraínu í öðrum leik sínum á HM 2007 þurfti Ísland að vinna Frakkland í lokaleik sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í milliriðil. Og það gekk eftir. Íslenska liðið vann stórsigur, 32-24, í líklega besta leik þess í sögunni. Hvergi var veikan blett að finna og hver einasti leikmaður sem kom inn á spilaði eins og kóngur. Ísland var tíu mörkum yfir í hálfleik, 18-8, og gaf ekkert eftir í seinni hálfleik, nema þegar upp komst að liðið mátti ekki vinna of stóran sigur því hefði það ekki tekið stig með sér í milliriðil. Á endanum skildu átta mörk liðin að, 32-24. Alfreð Gíslason, þjálfari Íslands, steig frægan stríðsdans þegar lokaflautið gall á sínum gamla heimavelli í Magdeburg og íslensku leikmennirnir fögnuðu vel og innilega með fjölmörgum íslenskum stuðningsmönnum í keppnishöllinni. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 6/4, Logi Geirsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Alexander Petersson 3, Markús Máni Michaelsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Vignir Svavarsson 1, Ragnar Óskarsson 1/1. Ísland 23-28 Frakkland, ÓL 2008 Eftir frækinn sigur á Spáni, 36-30, komst Ísland í úrslitaleik Ólympíuleikanna í fyrsta sinn þar sem Frakkar voru andstæðingurinn. Því miður áttu Íslendingar ekki mikla möguleika í þessum stærsta leik sínum frá upphafi. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Frakkar undirtökunum og í hálfleik var munurinn fimm mörk, 10-15. Frakkar sigldu sigrinum svo örugglega heim í seinni hálfleik, unnu 23-28 sigur og urðu Ólympíumeistarar í fyrsta sinn. Íslendingar fengu hins vegar silfurmedalíu sem er enn einu verðlaun sem íslenskt lið hefur unnið á Ólympíuleikum. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/3, Logi Geirsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 3, Alexander Petersson 2, Sigfús Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1. Ísland 30-29 Frakkland, ÓL 2012 Íslendingar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í London 2012, þar á meðal gegn Frökkum í miklum spennuleik, 30-29. Franska liðið var ógnarsterkt á þessum tíma og var handhafi allra stærstu titlanna, var heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari. Íslenska liðið hefur sömuleiðis sjaldan verið jafn sterkt og það var á þessum tíma. Íslendingar voru lengst af með frumkvæðið en aðeins einu marki munaði á liðunum í hálfleik, 16-15. Spennan hélt áfram í seinni hálfleik og úrslitin réðust ekki fyrr en undir blálokin. Alexander Petersson kom Íslendingum í 30-28 með sjötta marki sínu en Frakkar minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókn sinni. Björgvin Páll Gústavsson sá hins vegar við Daniel Narcisse og Ísland fagnaði sigri, 30-29. Mörk Íslands: Alexander Petersson 6, Aron Pálmarsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 4/1, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira