Draumur Íslands lifir með sigri á sexföldum heimsmeisturum Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Ísland er í kapphlaupi við Sviss og fleiri lið um að komast í 8-liða úrslit á HM, og eftir tap gegn Sviss er Ísland ansi aftarlega í því hlaupi. EPA-EFE/URS FLUEELER Það þarf vissulega bjartsýni í anda Pollýönnu til að velta fyrir sér þeim möguleika en Ísland á samt enn von um að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað.
Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00