Janus lék aðeins einn leik með Íslandi á HM í Egyptalandi en gekk greinilega ekki heill til skógar.
Axlarmeiðslin, sem hafa hrjáð hann í töluvert langan tíma, ágerðust og hann þurfti á endanum að fara aftur til Þýskalands.
Selfyssingurinn þarf nú að leggjast undir hnífinn og ljóst er að tímabilinu er lokið hjá honum.
Janus gekk í raðir Göppingen frá Álaborg fyrir tímabilið. Hann hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2017.